Höddi Magg til liðs við RÚV Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 16:03 Hörður Magnússon, fyrrum Pepsi-markastjóri. Hann mun sitja hinu megin borðsins sem álitsgjafi hjá RÚV. Vísir/Ernir Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. „If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
„If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira