MMA

MMA

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.

Fréttamynd

FBI-maður sem yfir­heyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfja­eftir­liti UFC

Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfja­prófun bar­daga­kappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr sam­starfi sam­takanna við banda­ríska lyfja­eftir­litið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfir­heyrt Saddam Hussein, mun hafa yfir­um­sjón með þessu nýja lyfja­eftir­liti UFC.

Sport
Fréttamynd

Gunnar í­hugar fram­tíð sína hjá UFC sem slítur sam­starfi sínu við USADA

Ó­víst er hvað ís­lenski UFC bar­daga­kappinn Gunnar Nel­son mun gera ef fyrir­huguð enda­lok á sam­starfi UFC við banda­ríska lyfja­eftir­litið raun­gerast. Þetta segir Haraldur Nel­son, faðir hans og um­boðs­maður en mikil ó­vissa er uppi varðandi það hvernig og yfir höfuð hvort UFC muni halda á­fram að láta lyfja­prófa sína bar­daga­menn frá og með 1. janúar á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Að­dá­endur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stór­frétta frá UFC

Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. 

Sport
Fréttamynd

Ef þið eruð góð í salsa eru þið góð í boxi

„Við höfum opnað fullkomnustu hnefaleikaaðstöðu á landinu og með þeim betri í Evrópu,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari World Class Boxing Academy en starfsemin er komin á fullt í endurbættu og glænýju húsnæði í Gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna.

Samstarf
Fréttamynd

„Bar­­dagi við Gunnar myndi henta vel á þessum tíma­­punkti“

Ís­lenskt UFC á­huga­fólk bíður nú í of­væni eftir því að sjá hvað er næst á dag­skrá hjá Gunnari Nel­son sem er á tveggja bar­daga sigur­göngu. Á frétta­miðlinum MMA­Junki­e er nafni hans kastaði inn í um­ræðuna sem mögu­legum and­stæðingi hins reynslu­mikla Rafael dos Anjos.

Sport
Fréttamynd

Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg

Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega.

Lífið
Fréttamynd

McGregor sakaður um nauðgun | Neitar sök

Írski UFC-bardagakappinn Conor McGregor er sakaður um að hafa nauðgað konu inn á klósetti þegar hann var viðstaddur fjórða leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar. Conor neitar sök.

Sport
Fréttamynd

Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nel­­son á ný

Það má með sanni segja að frammi­staða ís­lenska UFC bar­daga­kappans Gunnars Nel­son, sem hefur nú unnið tvo bar­daga í röð í bar­daga­búrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í velti­vigtar­deildinni geti ekki litið fram hjá honum.

Sport
Fréttamynd

UFC snýr aftur á heimavöll Gunnars í júlí

UFC snýr aftur til London í sumar og verður bar­daga­kvöld sam­bandsins á dag­skrá í O2-höllinni þann 22. júlí næstkomandi. Frá þessu var greint í gær­kvöldi en orð­rómur hafði verðið á kreiki um að UFC væri að snúa aftur til London.

Sport
Fréttamynd

Frammi­staða kvöldsins á­gætis bú­bót fyrir Gunnar

Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann.

Sport