Versta frumraun í úrvalsdeild? Fyrrum NBA leikmönnum fjölgar ört í íslenskum körfubolta þessa dagana en þessir leikmenn virðast þó ekki allir vera mættir í NBA-formi í íslenska boltann ef eitthvað er að marka tölfræðina. Körfubolti 22.12.2024 08:02
Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, þarf að greiða 35.000 dollara í sekt fyrir hegðun sína í garð dómara en hann var rekinn út úr húsi þann 19. desember þegar Celtics töpuðu gegn Chicago Bulls 117-108. Körfubolti 21.12.2024 23:32
Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Selfoss hefur samið við bandaríska bakvörðinn Tony Wroten og hann mun leika með liðinu seinni hluta tímabilsins í næstefstu deild. Körfubolti 21.12.2024 07:00
Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Dennis Schröder er nýjasti leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta en kappinn gekk frá samningi við liðið um helgina. Körfubolti 16. desember 2024 23:01
Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Justin James er nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta en um leið hefur félagið látið annan Bandaríkjamenn fara. Körfubolti 16. desember 2024 21:33
Ræddu stóra LeBron James og P. Diddy málið Körfuboltagoðsögnin LeBron James hefur verið fjarverandi í átta daga í NBA deildinni. Hann mætti aftur til leiks í nótt með liðinu. Sport 16. desember 2024 15:46
Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? LeBron James er kominn í leyfi hjá liði Los Angeles Lakers af persónulegum ástæðum. Ummæli James um margfrægar veislur rapparans Diddy hafa verið rifjuð upp í tengslum við fjarveru hans. Körfubolti 14. desember 2024 22:32
Bronny með persónulegt stigamet Sonur LeBrons James, Bronny, skoraði þrjátíu stig þegar South Bay Lakers tapaði fyrir Valley Suns, 106-100, í G-deildinni í körfubolta. Körfubolti 13. desember 2024 12:00
„Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lögmáli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. Körfubolti 9. desember 2024 17:01
Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Nikola Jokic setti persónulegt stigamet þegar Denver Nuggets tapaði fyrir Washington Wizards, 122-113, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. desember 2024 12:33
LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Ekkert gengur hjá Los Angeles Lakers en í nótt tapaði liðið enn einum leiknum í NBA-deildinni í körfubolta, þrátt fyrir að stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis hafi skorað næstum því áttatíu stig samtals. Körfubolti 7. desember 2024 12:45
Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Nikola Jokic hjá Denver Nuggets komst í nótt upp fyrir Magic Johnson á listanum yfir flestar þrennur í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 6. desember 2024 16:45
Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Íslendingur að nafni Már Óskar Þorsteinsson lék heldur betur lykilhlutverk í aðdraganda leiks Washington Wizards og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 2. desember 2024 15:46
Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru í skemmtilegan samkvæmisleik í þætti kvöldsins. Þar áttu þeir að giska á treyjunúmer stjarnanna í NBA. Körfubolti 25. nóvember 2024 16:32
Kallaði dómarann tík og rúmlega það Fred VanVleet, leikmaður Houston Rockets, er væntanlega á leiðinni í bann eftir að hafa látið dómara leiksins heyra það í gær þegar hann var sendur í sturtu undir lok leiks. Körfubolti 24. nóvember 2024 23:01
LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn LaMelo Ball, leikmaður Charlotte Hornets, komst í nótt í hinn eftirsótta 50-stiga klúbb og varð um leið þriðji yngsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar til að skora 50 stig eða meira í leik, en Ball er fæddur 2001 og er því 23 ára. Körfubolti 24. nóvember 2024 18:02
Hefur Ben Simmons náð botninum? Ben Simmons hefur ekki átt sjö dagana sæla í NBA deildinni um langa hríð en tilþrif hans í leik Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers í fyrradag hafa farið eins og eldur í sinu um internetið. Körfubolti 24. nóvember 2024 07:00
Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Tímabilið í NBA er rétt nýbyrjað en leiða má líkur að því að ótrúlegasta stoðsending tímabilsins sé þegar komin fram á sjónvarsviðið. Körfubolti 23. nóvember 2024 22:30
Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fer á dimman stað þegar lið hans tapar leikjum. Nánar tiltekið niður í kjallarann heima hjá sér að horfa á leikinn á nýjan leik. Körfubolti 22. nóvember 2024 23:31
„Sá sem lak þessu er skíthæll“ Joel Embiid vandar þeim sem lak upplýsingum frá liðsfundi Philadelphia 76ers á mánudaginn ekki kveðjurnar. Á fundinum skammaði Tyrese Maxey, samherji Embiids, stórstjörnuna fyrir að mæta alltaf of seint. Körfubolti 21. nóvember 2024 17:17
LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfuboltagoðsögnin LeBron James tilkynnti óvænt í gærkvöld að hann væri farinn í hlé frá samfélagsmiðlum, og vísaði í gagnrýni á „neikvæða“ umræðu í bandarískum fjölmiðlum. Körfubolti 21. nóvember 2024 07:30
Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Russell Westbrook átti góðan leik með Denver Nuggets þegar liðið vann Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt en hann fékk líka afar sérstaka tæknivillu í leiknum. Körfubolti 21. nóvember 2024 06:30
Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Það er ný stjarna að fæðast í Los Angeles. Sá heitir Dalton Knecht og spilar með liði LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 20. nóvember 2024 22:31
Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Eftir að hafa unnið fyrstu fimmtán leiki sína tapaði Cleveland Cavaliers sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið sótti Boston Celtics heim í nótt. Meistararnir unnu 120-117 sigur. Körfubolti 20. nóvember 2024 10:31