Umræða um mögulega bikarkeppni NBA-deildarinnar: „Kjaftæði“ Strákarnir í Lögmál leiksins ræða möguleikann á því að NBA-deildin í körfubolta fari af stað með bikarkeppni eins og við þekkjum til að mynda hér á landi. Virðist sem það sé alvöru umræða um að setja slíka keppni á laggirnar. Körfubolti 23. janúar 2023 18:00
LeBron James bara 223 stigum frá stigametinu eftir stórleik í nótt LeBron James skoraði 37 stig í endurkomusigri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Lakers vann þá Portland Trail Blazers 121–112 eftir að hafa verið 27 stigum undir. Körfubolti 23. janúar 2023 13:31
Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127. Körfubolti 22. janúar 2023 09:32
Fjarvera Jokic kom ekki að sök og Denver vann níunda leikinn í röð Denver Nuggets vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann 23 stiga sigur gegn Indiana Pacers í nótt, 134-111. Alls fóru níu leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 21. janúar 2023 12:46
Sá sem skoraði fyrstu þriggja stiga körfuna látinn Chris Ford, fyrrum leikmaður og þjálfari í NBA-deildinni er látinn 74 ára gamall. Fjölskyldan tilkynnti þetta í gær en gaf ekki upp ástæðu andlátsins. Körfubolti 19. janúar 2023 15:31
Ein besta körfuboltakonan með myndagátu á Twitter sem margir reyna að ráða Bandaríska körfuboltakonan Breanna Stewart stríddi aðeins aðdáendum sínum með því að setja inn mjög sérstaka færslu á Twitter. Hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og eitt stærsta nafnið í kvennakörfuboltaheiminum. Körfubolti 17. janúar 2023 15:01
LeBron komst í 38 þúsund stiga klúbbinn með Kareem LeBron James náði merkum áfanga í nótt þegar Los Angeles Lakers mættir Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 16. janúar 2023 17:30
Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. Körfubolti 16. janúar 2023 15:45
Áhorfendamet slegið þegar Warriors rúllaði yfir Spurs Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og nótt og var þar mikið um dýrðir að venju. Körfubolti 14. janúar 2023 09:32
Mágur Curry bræðranna hittir betur en þeir úr þriggja stiga skotum Bræðurnir Steph Curry og Seth Curry hafa lengi verið tveir af bestu skotmönnum NBA-deildarinnar og Seth er að margra mati besti skotmaður sögunnar. Körfubolti 12. janúar 2023 17:00
Hittu úr öllum fjörutíu vítunum sínum í sama leiknum Miami Heat setti met þegar leikmenn liðsins hittu úr öllum fjörutíu vítaskotum þess í leik gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. janúar 2023 20:30
Fyrrverandi leikmaður Lakers ætlar að verða dómari í NBA Þótt Smush Parker hafi ekki spilað í NBA-deildinni í næstum fimmtán ár ætlar hann sér að komast aftur inn í deildina, þó í öðru hlutverki. Körfubolti 11. janúar 2023 12:00
Nei eða Já: „Verðum eiginlega að fá Lakers inn í þetta“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball. Körfubolti 10. janúar 2023 09:01
Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Körfubolti 9. janúar 2023 23:01
„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Körfubolti 9. janúar 2023 17:45
Kevin Durant meiddist á hné Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Körfubolti 9. janúar 2023 12:30
Enn ein þreföld tvenna hjá Doncic | James nálgast stigametið Luka Doncic náði 9. þreföldu tvennu sinni á tímabilinu í sigri Maverics á Pelicans í NBA deildinni í nótt á meðan LeBron James nálgast stigamet Kareem Abdul-Jaabar óðfluga. James átti enn eina frábæra frammistöðuna er Lakers vann tveggja stiga sigur á Kings. Körfubolti 8. janúar 2023 10:00
LeBron James snéri aftur öflugur eftir veikindi LeBron James reis úr rekkju eftir að hafa glímt við veikindi síðustu daga go skoraði 25 stig í sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið. Körfubolti 7. janúar 2023 09:44
Lét boltann liggja á gólfinu í tuttugu sekúndur og komst upp með það NBA-stjarnan Ja Morant bauð upp á mjög undarleg tilþrif í stórsigri Memphis Grizzlies á Charlotte Hornets í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 5. janúar 2023 12:30
NBA kallaði 71 stigs manninn inn í lyfjapróf daginn eftir leikinn Donovan Mitchell átti rosalegan leik í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt þegar hann skoraði 71 stig í endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Körfubolti 4. janúar 2023 15:01
Enginn skorað meira í NBA deildinni í sautján ár: 71 stigs leikur hjá „Spida“ Donovan Mitchell fór heldur betur á kostum með Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 3. janúar 2023 07:00
Denver vann uppgjör bestu liðanna en Boston er með betra lið: Tímabilið í NBA til þessa Það hefur margt komið á óvart í NBA deildinni í körfubolta það sem af er tímabili. Sigur Denver Nuggets á Boston Celtics aðfaranótt mánudags kom hins vegar ekki mikið á óvart, eða hvað? Körfubolti 2. janúar 2023 23:31
„Þeir klúðruðu Kobe og eru núna að klúðra Lebron“ Leiðindi Los Angeles Lakers á þessu tímabili er á meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 21:50 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 2. janúar 2023 16:31
Margir gapandi yfir öllum ástæðunum fyrir því að Kyrie spilar í ellefunni Það þýðir ekkert að bjóða körfuboltamanninum Kyrie Irving að spila í öðru númeri. Ótrúlega margar ástæður eru fyrir því að Kyrie spilar í treyju númer ellefu. Körfubolti 2. janúar 2023 13:00
Tólf ára stelpa fékk Durant til að brosa í miðjum leik NBA stórstjarnan Kevin Durant er frábær körfuboltamaður en hann er þó sjaldan í umræðunni um þá allra bestu í sögunni. Körfubolti 2. janúar 2023 10:31
Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Körfubolti 1. janúar 2023 10:30
LeBron sýndi og sannaði að aldur er afstæður | Geggjaður Giannis LeBron James varð 38 ára gamall í gær. Hann fagnaði með stórkostlegum leik sem tryggði Los Angeles Lakers óvæntan sigur á Atlanta Hawks í einum af þeim fjölmörgu leikjum sem fram fóru í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 31. desember 2022 13:00
Ellefu í bann eftir slagsmál í NBA Ellefu leikmenn hafa verið dæmdir í bann af NBA-deildinni fyrir slagsmál í leik Detroit Pistons og Orlando Magic. Körfubolti 30. desember 2022 16:00
„Látum Z hafa boltann og drullum okkur í burtu“ Zion Williamson skoraði síðustu fjórtán stig New Orleans Pelicans þegar liðið vann endurkomusigur á Minnesota Timberwolves, 119-118, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 29. desember 2022 17:01
„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig“ Luka Dončić heldur áfram að gera fólk orðlaust. Hann skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 60 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar. Eftir leikinn, sem fór í framlengingu, sagðist Luka þurfa einum bjór að halda til að jafna sig. Viðtal við drenginn eftir leik sem og viðbrögð fólks við þessum magnaða leik má sjá hér að neðan. Körfubolti 28. desember 2022 17:00