NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Varði sigurinn með tilþrifum

Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað

Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu.

Körfubolti
Fréttamynd

Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA

Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Úlfarnir áfram á siglingu

Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks.

Körfubolti
Fréttamynd

„Asna­legt að Kyri­e megi vera í salnum en ekki að spila“

Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum.

Körfubolti