Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. Körfubolti 30. mars 2022 08:01
Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. Körfubolti 29. mars 2022 08:31
Siakam sendi þunnskipað lið Boston niður um þrjú sæti Pascal Siakam skoraði 40 stig þegar Toronto Raptors unnu mikilvægan sigur og sendu Boston Celtics niður úr efsta sæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var annar tveggja leikja sem fóru í framlengingu. Körfubolti 29. mars 2022 07:30
Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Körfubolti 28. mars 2022 08:01
Eldur kviknaði í Scotiabank höllinni í Toronto Leik Raptors og Pacers var frestað tímabundið í nótt og Scotiabank höllin í Toronto var rýmd vegna elds sem kviknaði í hátalara í rjáfri hallarinnar. Körfubolti 27. mars 2022 16:30
Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar. Körfubolti 27. mars 2022 10:00
Úrslit næturnar í NBA Það var nóg af fjöri í NBA körfuboltanum í nótt. Körfubolti 26. mars 2022 09:31
Chris Paul sneri aftur þegar Sólirnar geirnegldu toppsætið Chris Paul sneri aftur eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla þegar Phoenix Suns vann útisigur á Denver Nuggets, 130-140, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 25. mars 2022 08:30
Kyrie Irving má hér eftir spila heimaleiki Brooklyn Nets Borgarstjóri New York hefur ákveðið að létta á sóttvarnarreglum í borginni frá og með deginum í dag sem opnar dyrnar fyrir óbólusetta leikmenn New York liðanna. Körfubolti 24. mars 2022 15:30
Töpuðu fyrir vængbrotnum Stríðsmönnum og rifust á hliðarlínunni Þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna vann Golden State Warriors efsta lið Austurdeildarinnar, Miami Heat, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-118. Körfubolti 24. mars 2022 08:31
Faðmaði Spike Lee fyrir leik og þaggaði svo niður í áhorfendum í MSG Trae Young virðist hvergi njóta sín betur en í Madison Square Garden og sýndi það enn og aftur í nótt þegar Atlanta Hawks vann New York Knicks, 111-117, í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. mars 2022 08:02
Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Körfubolti 22. mars 2022 23:31
LeBron með 38 stig á gamla heimavellinum og segist aldrei hafa notið þess meira að spila Þrátt fyrir að Los Angeles Lakers geti lítið er LeBron James að spila vel og segist aldrei hafa notið þess jafn mikið að spila körfubolta. Körfubolti 22. mars 2022 08:00
Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða NBA-leikmann Maður frá Tennesse var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða Lorenzen Wright, fyrrverandi leikmann í NBA-deildinni í körfubolta, fyrir tólf árum. Körfubolti 22. mars 2022 07:31
Nurkic gerði sig líklegan að hjóla í stuðningsmann Pacers í nótt Miðherji Portland Trail Blazers, Jusuf Nurkic, lenti í útistöðum við aðdáanda Indiana Pacers eftir leik liðanna í nótt. Nurkic, sem spilaði ekki leikinn vegna meiðsla, gekk þá að stuðningsmanni Pacers sem sat á fremsta bekk, reif af honum símann og kastaði símanum svo upp í stúku. Körfubolti 21. mars 2022 18:00
Jókerinn með skeifu eftir að hafa lent í Boston-vörninni Gott gengi Boston Celtics í NBA-deildinni hélt áfram í nótt þegar liðið vann Denver Nuggets á útivelli, 104-124. Körfubolti 21. mars 2022 08:01
LeBron James orðinn næst stigahæstur í sögunni LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, varð í nótt sá leikmaður í deildinni sem hefur skorað næst flest stig í sögu deildarinnar en hann tók fram úr Karl Malone í nótt. Körfubolti 20. mars 2022 10:15
NBA: Úlfarnir áfram á siglingu Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks. Körfubolti 20. mars 2022 09:30
Sigur í framlengingu batt enda á ellefu leikja taphrinu á útivelli Los Angeles Lakers er að snúa gengi sínu við í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann fimm stiga sigur gegn Toronto Raptors í nótt, 128-123, í framlengdum leik. Körfubolti 19. mars 2022 09:28
Sektaður um þrjár milljónir fyrir að segja aðdáanda að þegja Körfuboltamaðurinn Kevin Durant hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að segja aðdáanda að þegja í tveggja stiga tapi Brooklyn Nets gegn Dallas Mavericks síðastliðinn miðvikudag. Það samsvarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna. Körfubolti 18. mars 2022 23:16
Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili. Körfubolti 18. mars 2022 07:31
Búast við því að Steph Curry nái úrslitakeppninni Meiðsli Stephen Curry eru alvarleg en þó sem betur ekki það alvarleg að hann missi af úrslitakeppninni. Körfubolti 18. mars 2022 07:00
Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. Körfubolti 17. mars 2022 13:55
Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. Körfubolti 17. mars 2022 12:01
Curry meiddist og Golden State réð ekkert við Boston-liðið án hans Þetta var ekki góð nótt fyrir Golden State Warriors sem tapaði ekki aðeins illa á heimavelli heldur missti líka Stephen Curry meiddan af velli. Körfubolti 17. mars 2022 07:30
Kyrie fékk að spila og hann bauð upp á 60 stiga kvöld: „NBA á stórkostlegum stað“ Brooklyn Nets er líklega eina liðið í NBA-deildinni sem er miklu betra að mæta á útivelli en á heimavelli þessa dagana. Ástæðan er auðvitað að hinn frábæri Kyrie Irving má bara spila útileikina vegna bólusetningareglna. Irving bauð NBA-deildinni upp á sextíu stiga mann annað kvöldið í röð þegar hann var á kostum í Orlando í nótt. Körfubolti 16. mars 2022 07:31
Aðeins þrír hafa skorað fleiri stig í NBA á afmælisdaginn sinn Stephen Curry hélt upp á 34. afmælisdaginn sinn með stæl í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og kom sér ofarlega á afmælislistann. Körfubolti 15. mars 2022 14:00
Fyrstur með 60 og 17 leik í NBA síðan Shaq gerði það fyrir 22 árum síðan Karl-Anthony Towns bauð upp á sögulega frammistöðu í NBA-deildinni í nótt þegar hann var algjörlega óstöðvandi í sigri Minnesota Timberwolves í San Antonio. Körfubolti 15. mars 2022 07:30
Nets sektað um rúmlega sex og hálfa milljón fyrir að hleypa Kyrie inn í klefa Það vakti mikla athygli þegar Kyrie Irving fékk að vera meðal áhorfenda á leik New York Knicks og Brooklyn Nets en reglur NBA-deildarinnar komu í veg fyrir að hann mætti spila leikinn. Nets hefur nú verið sektað fyrir að leyfa leikmanninum að fara inn í klefa. Körfubolti 14. mars 2022 23:00
„Asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila“ Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum. Körfubolti 14. mars 2022 18:46