Eigandi Dallas Mavericks býst við því að tapa tólf milljörðum á tímabilinu Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, er búinn að undirbúa sig fyrir það að tapa gríðarlegum fjárhæðum á 2020-21 tímabilinu vegna kórónuveirunnar. Körfubolti 10. desember 2020 15:00
Treyja Barack Obama sló met LeBron James Fyrrum Bandaríkjaforseti Barack Obama setti nýtt met á dögunum. Reyndar ekki hann sjálfur heldur gömul keppnistreyja hans frá körfuboltaferlinum. Körfubolti 8. desember 2020 14:00
Þriðji Ball-bróðirinn kominn í NBA-deildina LiAngelo Ball varð í gær þriðji Ball-bróðirinn til að komast inn í NBA-deildina. Ákváðu Detroit Pistons að fá leikmanninn til sín á svokölluðum ´Exhibit 10´ samning. Körfubolti 4. desember 2020 18:15
Snemmbúin jólagjöf fyrir stuðningsmenn Lakers: Davis framlengir Anthony Davis mun skrifa undir fimm ára samning við Los Angeles Lakers. Hann átti stóran þátt í að liðið varð NBA-meistari á síðasta tímabili. Körfubolti 3. desember 2020 16:30
Risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt Stjörnuleikmennirnir Russell Westbrook og John Wall eru komnir í ný félög í NBA-deildinni í körfubolta eftir athyglisverð leikmannaskipti í gær. Körfubolti 3. desember 2020 12:31
LeBron framlengir til 2023 | Gæti spilað með syni sínum LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Körfubolti 3. desember 2020 08:00
Curry vill ekki gefa upp hvort Drake hafi slitið krossband er þeir spiluðu einn á einn Steph Curry – leikmaður Golden State Warriors - var í viðtali nýverið þar sem hann var spurður út í það hvort tónlistarmaðurinn Drake hefði slitið krossband í hné er þeir voru að spila körfubolta einn á einn. Körfubolti 2. desember 2020 23:00
Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum. Körfubolti 1. desember 2020 17:01
Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs. Körfubolti 1. desember 2020 13:30
Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. Körfubolti 30. nóvember 2020 11:00
Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. Körfubolti 24. nóvember 2020 11:31
Semur aftur við meistarana Það er nóg um að vera á skrifstofu NBA-meistara Los Angeles Lakers þessa dagana. Nú hefur Markieff Morris staðfest að hann stefni á að verja titilinn á komandi leiktíð. Körfubolti 23. nóvember 2020 20:46
Lakers fær hinn Gasol-bróðurinn Pau Gasol varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers og yngri bróðir hans, Marc, fær núna tækifæri til að leika sama leik. Körfubolti 23. nóvember 2020 12:01
Klay Thompson meiddist illa og missir af allri næstu leiktíð Golden State Warriors varð fyrir áfalli í dag en Klay Thomspon er illa meiddur. Adrian Wojnarowski, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn, greinir frá þessu. Körfubolti 19. nóvember 2020 20:00
Seth Curry mun spila fyrir tengdapabba sinn í vetur Seth Curry var skipt í gær frá Dallas Mavericks til Philadelphia 76ers í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 19. nóvember 2020 12:01
Jón Axel var ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt Ísland átti leikmann í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt en hann var ekki einn af þeim sem voru valdir inn í bestu körfuboltadeild heims. Körfubolti 19. nóvember 2020 07:31
Harden hafnaði 6,8 milljörðum á ári og vill komast til Brooklyn Nets Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. Körfubolti 17. nóvember 2020 11:30
Jón Axel verður í NBA-nýliðavalinu á morgun Ísland á sinn fulltrúa í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta sem fer fram við sérstakar aðstæður á morgun. Körfubolti 17. nóvember 2020 09:16
Góðkunningi íslenska landsliðsins frá Eurobasket er á leið til LA Lakers Dennis Schröder mun hjálpa Los Angeles Lakers að verja NBA titilinn á komandi leiktíð sem hefst rétt fyrir jól. Körfubolti 16. nóvember 2020 16:00
Golden State Warriors ætlar prófa alla áhorfendur og fylla 50 prósent sætanna Það verða áhorfendur á heimaleikjum Golden State Warriors þegar NBA tímabilið hefst á nýjan leik. Eigandinn er tilbúinn að eyða milljörðum í smitpróf. Körfubolti 13. nóvember 2020 16:47
Talið að LaMelo Ball verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar Spekingar NBA-deildarinnar vestra telja líklegast að LaMelo Ball verði valinn fyrstur í nýliðavali deildarinnar sem fram fer á miðvikudeginum í næstu viku. Körfubolti 12. nóvember 2020 07:00
Ætla byrja nýja NBA tímabilið fyrir jól Leikmenn í NBA deildinni fá sumir ekki langan tíma til að jafna sig eftir búbbluna því deildin á að fara aftur af stað tveimur dögum fyrir jól. Körfubolti 29. október 2020 07:30
Búinn að fá 252 milljónir fyrir hvern leik undanfarin tvö tímabil Meiðsli hafa farið illa með NBA-leikmanninn John Wall undanfarin tvö ár en hann þarf ekki mikið að kvarta yfir launum. Körfubolti 27. október 2020 15:30
Dwyane Wade boðið í brúðkaup eftir að hann varð óvænt hluti af bónorði pars Fá pör geta toppað bónorðssögu þeirra Ryans Basch og Katie Ryan en körfuboltastjarnan fyrrverandi, Dwyane Wade, setti svip sinn á bónorðið. Körfubolti 16. október 2020 08:31
Anthony Davis mun framlengja við Lakers Það virðist nær öruggt að Anthony Davis mun framlengja við meistara Los Angeles Lakers á næstu vikum. Körfubolti 15. október 2020 22:31
Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“ Þriðja golfeinvígið er á dagskrá í Bandaríkjunum en það eru forföll að þessu sinni og Tiger Woods mun ekki taka þátt eins og í hinum tveimur. Golf 15. október 2020 16:31
Ein stærsta stjarna NFL deildarinnar sagðist hafa spilað eins og kona í lokin Líkleg hefur enginn spilað betur á þessu NFL-tímabili en Russell Wilson og hann vakti athygli fyrir ummæli sín eftir síðasta leik. Það er nefnilega gott að spila eins og körfuboltakonan Sue Bird þegar allt er undir í leikjunum. Sport 14. október 2020 12:02
Einn af lykilmönnum Miami Heat var í æfingabúðum hér á landi árið 2015 Hinn 26 ára gamli Duncan Robinson fór mikinn með liði Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár þar sem liðið fór alla leið í úrslit. Robinson var staddur hér á landi í körfuboltabúðum fyrir fimm árum síðan. Körfubolti 14. október 2020 07:00
Fjórir óvæntir sem hjálpuðu Lakers að landa titlinum Þó LeBron James og Anthony Davis séu stærstu nöfnin í liði Los Angeles Lakers þó voru margir sem spiluðu stóran þátt í að tryggja liðinu sinn 17. titil frá upphafi. Körfubolti 13. október 2020 22:46
Fær meistarahring þrátt fyrir að hafa ekki spilað mínútu í úrslitakeppninni Los Angeles Lakers er ekki búið að gleyma framlagi Averys Bradley í vetur og hann fær meistarahring þótt hann hafi ekki spilað með liðinu í úrslitakeppninni. Körfubolti 13. október 2020 16:00