

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Kawhi farinn í mál við Nike
NBA-stjarnan Kawhi Leonard er ekkert allt of sátt við íþróttavöruframleiðandann Nike sem Kawhi segir að hafi stolið af sér merki sem hann hannaði.

Ástæðan fyrir því að Michael Jordan yppti öxlum fyrir nákvæmlega 27 árum síðan
Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu.

Frábær endurkoma hjá meisturunum
Golden State Warriors jafnaði í nótt einvígið gegn Toronto Raptors í úrslitum NBA-deildarinnar með 104-109 sigri. Frábær síðari hálfleikur lagði grunninn að sigri meistaranna. Staðan í einvíginu því 1-1.

Þess vegna var Drake með Nike-band á handleggnum
Þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors, tónlistarmaðurinn Drake, vakti athygli síðustu nótt á leik Raptors og Warriors og ekki síst fyrir það sem hann var að fela á leiknum.

Stjarna næturinnar í úrslitum NBA ætlaði að verða prestur
Hetja fyrsta leiksins í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta á að baki mjög óvenjulega sögu á leið sinni í deild bestu körfuboltamanna heimsins.

Drake reif kjaft við Draymond Green
Rapparinn var líflegur á hliðarlínunni að vanda.

Óvænt stjarna skein skært í sigri Toronto í fyrsta leik úrslitanna
Toronto Raptors er komið yfir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar.

Gjörbreyttur leikmaður eftir fæðingu sonarins
Frammistaða Fred VanVleet í úrslitum Austurdeildarinnar átti mikinn þátt í því að Toronto Raptors er komið í lokaúrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn.

Sá besti 2017 og 2018 fór með til Toronto
Kevin Durant fór með liðsfélögum sínum í Golden State Warriors til Toronto þar sem úrslit NBA-deildarinnar hefjast.

Magic sagður hafa verið með ógnandi tilburði við starfsfólk Lakers
Það gengur ekkert innan vallar hjá NBA-liðinu LA Lakers og staðan utan vallar virðist vera litlu betri.

Jón Axel dregur sig út úr nýliðavalinu og snýr aftur til Davidson
Grindvíkingurinn hefur dregið nafn sitt út úr nýliðavali NBA-deildarinnar og ætlar að klára fjórða árið sitt hjá Davidson.

Eigandi Cavaliers fékk líklega hjartaáfall
Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, lagðist inn á spítala í gær en óttast er að hann hafi fengið hjartaáfall.

Toronto í úrslit í fyrsta sinn í sögunni
Voru 2-0 undir en unnu fjóra leiki í röð.

Ellefu ára veru LeBron í úrvalsliði NBA lokið en hann náði samt Kobe, Kareem og Duncan
LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum.

„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði.

Toronto einum sigri frá úrslitunum eftir þriðja sigurinn í röð
Toronto Raptors liðið hefur algjörlega snúið við einvígi sínum á móti Milwaukee Bucks eftir 105-99 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

„Milwaukee hatar Drake“ í fyrirsögn í staðarblaðinu í Milwaukee
Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks.

Allt í járnum í Austrinu
Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna.

Söguleg frammistaða Steph Curry í sópnum
Enginn hefur skorað fleiri stig í sóp í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Jón Axel við bandarísku blaðamennina: Pabbi spilaði á móti Dirk Nowitzki þegar hann var 17 ára
Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum.

Sópaði litla bróður út úr úrslitakeppninni en gaf honum treyjuna sína í leikslok
Stephen Curry var magnaður í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þar sem Golden State Warriors vann 4-0 sigur á Portland Portland Trail Blazers.

Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð
Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt.

Sjáðu Magic Johnson fara yfir það af hverju hann hætti hjá Lakers
Einn af óvæntustu atburðum tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta var þegar Magic Johnson hætti skyndilega störfum hjá Los Angeles Lakers.

Vill þjálfa Houston Rockets í þrjú ár í viðbót
Mike D'Antoni ætlar ekki að láta háan aldur stoppa sig og vill fá að halda áfram með lið Houston Rockets.

Strákur með tveggja og hálfs metra faðm í boði í nýliðavali NBA í ár
Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal.

Notaði risastórt svart gervityppi til að komast í gegnum lyfjapróf fyrir Ólympíuleika
Lamar Odom var á árum áður stórstjarna í NBA-deildinni í körfubolta og landsliðsmaður Bandaríkjanna í körfubolta áður en líf hans fór að halla undan fæti.

Toronto minnkaði muninn eftir sigur í tvíframlengdum leik
Eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum náði Toronto Raptors að minnka muninn í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

NBA-leikmaður í tveggja ára bann
Körfuboltamaðurinn Tyreke Evans leikur ekki í NBA-deildinni næstu tvö árin.

Jón Axel æfir hjá Sacramento Kings
Grindvíkingurinn fær að sýna sig og sanna fyrir forráðamönnum NBA-liðsins Sacramento Kings á morgun.

Golden State einum sigri frá úrslitunum
Golden State Warriors er í kjörstöðu eftir sigur á Portland Trail Blazers á útivelli.