Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Flúðadraumur Almars úti

Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri.

Neytendur
Fréttamynd

Leið til að lækka mat­væla­verð

Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Neytendur
Fréttamynd

Tapparnir fastir við gos­flöskurnar

Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári.

Neytendur
Fréttamynd

Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó

Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi.

Neytendur
Fréttamynd

Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“

Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna.

Neytendur
Fréttamynd

Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið

„It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu.

Neytendur
Fréttamynd

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina

Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Launa­hækkanir nái ekki að halda í við verð­bólgu­þróun

Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðast í úttekt á tryggingamálum á Íslandi

Neytendasamtökin hafa ákveðið að ráðast í allsherjarúttekt á tryggingamálum á Íslandi, þar sem meðal annars stendur til að athuga hvort lagaumhverfið hérlendis leggi þyngri byrðar á tryggingafélögin, sem skili sér í hærra tryggingaverði til neytenda.

Neytendur