Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms

Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl.

Neytendur
Fréttamynd

„Til­boðs­franskar“ heyra sögunni til

Þykkvabæjar hefur breytt nafninu á Tilboðsfrönskum fyrirtækisins sem hafa heitið því nafni svo áratugum skiptir. „Þykkvabæjarfranskar“ heita þær núna, en útlitið pakkninganna er þó áfram hið sama – svartir stafir á gulum grunni.

Neytendur
Fréttamynd

Hóf­legri til­boð í ár fyrir Ís­lendinga á far­alds­fæti

Annað árið í röð vona rekstraraðilar hótela að innlendir gestir komi til með að bjarga ferðamannasumrinu. Vísir tók stöðuna á þremur af stærstu hótelkeðjunum en forsvarsmenn þeirra sammælast um að þó bjartara sé yfir ríki áfram mikil óvissa um komu erlendra ferðamanna. 

Neytendur
Fréttamynd

Páskaeggin við það að klárast

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju viljum við minni verðbólgu?

Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Hver græðir?

Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning.

Skoðun
Fréttamynd

Seljandi bif­reiðar kannaðist ekki við að hafa selt bif­reiðina

Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ansi ná­lægt því að vera mis­notkun á markaðs­ráðandi stöðu“

Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi.

Neytendur
Fréttamynd

Aldrei verið auð­veldara að kaupa hús­næði

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk nóg af fá­tæktar­gildrunni og stofnaði stærsta um­ræðu­hóp um fjár­mál á Ís­landi

Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mis­jafnt hvort at­vinnu­lausir og ör­yrkjar greiði lægri leik­skóla­gjöld

Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið.

Innlent