

Olís-deild karla
Leikirnir

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé
Í kvöld hófst Olís-deild karla á nýjan leik eftir hlé vegna Evrópumótsins í handbolta. Afturelding sigraði Fram að Varmá, 30-26, í leik sem heimamenn voru með yfirhöndina allan tímann.

Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta
Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld.

HK-ingar að slíta sig frá fallsvæðinu og Valsmenn völtuðu yfir Selfoss
HK vann mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 26-27. Á sama tíma vann Valur 17 marka risasigur gegn Selfyssingum, 38-21.

Toppliðið marði nýliðana
FH, topplið Olís-deildar karla í handbolta, vann nauman tveggja marka sigur er liðið heimsótti nýliða Víkings í Olís-deildinni í kvöld, 28-30.

Halldór tekur við HK en óvíst í hvaða deild
Handknattleiksþjálfarinn reyndi Halldór Jóhann Sigfússon er á leið aftur í íslenska boltann frá Danmörku og verður næsti þjálfari karlaliðs HK. Frá þessu er greint á vef HK-inga.

Valur og ÍBV með örugga sigra
Valur og ÍBV unnu einkar örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM?
Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti.

Benedikt Óskarsson sagður á leið til Kolstad
Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals og besti sóknarmaður Olís deildar karla á síðasta tímabili, er sagður á leið til norska meistaraliðsins Kolstad. Greint er frá því að hann muni klára tímabilið með Val og færa sig um set næsta sumar.

„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“
Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy.

„Við verðum miklu betri eftir áramót“
Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var svekktur eftir fimm marka tap gegn Val 28-33. Þorsteinn fór yfir tímabilið til þessa og að hans mati á liðið mikið inni.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-33 | Valur vann síðasta leik ársins
Valur vann fimm marka útisigur gegn Aftureldingu 28-33. Þetta var síðasti leikurinn í Olís-deild karla fyrir áramót. Næsti leikur í deildinni verður ekki fyrr en 1. febrúar vegna EM í janúar.

Markaregn þegar Fram lagði KA
Framarar unnu góðan heimasigur á KA þegar liðin mættust í Olís-deildinni í handknattleik í dag. Sóknarleikur var í hávegum hafður í leiknum í dag.

Eyjamenn kafsigldu Víkinga
ÍBV vann átján marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deild karla í Eyjum í dag. ÍBV er nú komið upp í annað sæti deildarinnar.

Stjarnan lyftir sér frá fallsvæðinu
Stjarnan vann mikilvægan sigur á Haukum í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá vann Afturelding góðan sigur sem og Grótta.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH - Valur 32-28 | FH styrkti stöðu sína á toppnum
FH vann nokkuð öruggan sigur gegn Val 32-28 í toppslag Olís-deildarinnar. Heimamenn náðu yfirhöndinni í upphafi leiks og voru með leikinn í hendi sér nánast frá upphafi til enda.

„Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur í allan vetur og það þarf að halda áfram“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að FH endi árið á að vera í efsta sæti deildarinnar.

Kveður Eyjar vegna fjölskylduaðstæðna
Færeyingurinn Dánjal Ragnarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Íslandsmeistara ÍBV á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Víkingi í Olís-deildinni í handbolta.

Botnliðið sótti mikilvæg stig norður
Selfoss, botnlið Olís-deildar karla í handbolta, vann afar mikilvægan tveggja marka sigur er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í dag, 28-30.

ÍBV blandar sér í toppbaráttuna
ÍBV vann öruggan 13 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þá vann Fram góðan útisigur á Gróttu og Haukar unnu HK.

Valsmenn unnu í Safamýri
Valur vann sex marka sigur á Víkingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri, heimavelli Víkinga, 21-27.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum
FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga.

„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið.

Úlfur dæmdur í þriggja leikja bann í annað sinn á rúmu ári
Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður Hauka, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir brot í leik gegn Fram í Olís-deild karla í síðustu viku.

Kýldi Rúnar og var rekinn af velli
Ljótt atvik átti sér stað í leik Hauka og Fram í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi sem varð til þess að leikmanni Hauka var vísað af leikvelli.

Stjarnan upp úr fallsæti
Stjarnan lyfti sér upp úr fallsæti Olís-deildar karla í handbolta á kostnað Víkinga með góðum sigri í kvöld. Þá vann Grótta botnlið Selfoss.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-33 | Brekkan orðin verulega brött hjá heimamönnum
Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka örugglega í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð.

„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“
FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð.

Sigtryggur Daði frábær í sigri Eyjamanna
ÍBV vann góðan sigur á HK þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Sigtryggur Daði Rúnarsson fór á kostum í liði Eyjamanna.

Umfjöllun og viðtal: KA - FH 27-34 | Öruggur sigur Hafnfirðinga fyrir norðan
Topplið FH gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag þar sem liðið bar sigur úr býtum gegn KA í Olís deild karla í handbolta.

Stjarnan í fallsæti og botnliðið lagði Hauka
HK lagði Stjörnuna með eins marks mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 28-27. Þá vann Selfoss tveggja marka sigur á Haukum, 30-28.