Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu

    "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddaleikur er enginn venjulegur leikur

    FH og Valur leika hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í Kaplakrika á morgun. Fréttablaðið ber í dag saman leikstöðurnar og bestu leikmennina hjá þessum tveimur jöfnu liðum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddaleikjaveislan heldur áfram

    FH-ingar tryggðu sér hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli sínum í Kaplakrika með því að vinna fimm marka sigur á Val í gærkvöldi í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana

    Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimavallardraugur á stærsta sviðinu í karlahandboltanum

    Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri á FH-ingum í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla sem fer fram í Valshöllinni á Hlíðarenda. Valsmenn eru á heimavelli í leiknum en það hefur ekki skilað mörgum sigrum í úrslitaeinvígum karlahandboltans síðustu ár.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dómararnir rugluðust á bræðrunum í gær

    Valsmenn eru aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir fimm marka sigur í leik þrjú í gærkvöldi. Varnarleikur liðsins er frábær og menn vinna svo vel saman sem ein liðsheild að dómararnir eru farnir að ruglast á mönnum þegar það er komið að því að senda menn í skammakrókinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán kominn til KA

    Stefán Árnason er farinn frá Selfossi og búinn að skrifa undir samning við handknattleiksdeild KA sem mun senda meistaraflokkslið til leiks í handboltanum á ný næsta vetur.

    Handbolti