Rakel Dögg Bragadóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við bikarmeistara Stjörnunnar.
Rakel hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni og íslenska landsliðinu í rúman áratug.
Hún neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla í ársbyrjun 2014 en sneri aftur á völlinn tveimur árum síðar.
Tveimur vikum eftir endurkomuna varð Rakel bikarmeistari með Stjörnunni. Hún endurtók svo leikinn á síðasta tímabili. Hún var einnig í Stjörnuliðinu sem tapaði fyrir Fram í úrslitum Íslandsmótsins.
Rakel vann sér líka sæti í íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hún hefur leikið 102 landsleiki og skorað 304 mörk.
Stjarnan mætir Fram í Meistarakeppni HSÍ í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Rakel Dögg framlengir við Stjörnuna

Tengdar fréttir

Bestu lið landsins berjast um fyrsta bikarinn í beinni á Stöð 2 Sport
Íslandsmeistarar Fram mæta bikarmeisturum Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ í Framhúsinu.