Einar: Fannst þér Bjarki ekki góður? Benedikt Grétarsson skrifar 10. september 2017 22:11 Einar var sáttur með stigin tvö. vísir/anton „Þetta var virkilega kærkomið, það er óhætt að segja það,“ sagði afar sáttur Einar Jónsson eftir sigurleik Stjörnunnar gegn Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Stjarnan vann 29-26 og byrjar mótið af krafti. Eftir góðan fyrri hálfleik, lentu lærisveinar Einars í basli í uphafi seinni hálfleiks gegn framliggjandi vörn Selfyssinga. „Já, það tók okkur smá tíma að átta okkur. Við höfum ekkert verið að undirbúa okkur rosalega mikið gegn þessari vörn. Þeir hafa verið að spila önnur varnarafbrigði en þetta er bara flott lið og þeir komu hrikalega grimmir út í seinni hálfleikinn og slógu okkur aðeins út af laginu. Við héldum hins vegar haus, kláruðum leikinn og ég er hrikalega ánægður með það.“ „Fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Bæði vörn og markvarsla voru mjög góð og sóknarlega erum við mjög beittir og skorum 17 mörk. Síðasta korterið er líka gott. Þá komum við sterkir til baka eftir að þeir keyra hrikalega á okkur og gera atlögu. Við náum að vinna okkur aftur upp í 4-5 marka forystu og það klárar leikinn. Þetta Selfoss lið er hrikalega gott og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að vinna þá.“ Blaðamaður minnist sérstaklega á frammistöðu Ara Magnúsar Þorgeirssonar og Sveinbjörns Péturssonar og fær umsvifalaust létta pillu frá Einari fyrir að gleyma varnarjaxlinum Bjarka Má Gunnarssyni. „Fannst þér sem sagt Bjarki ekki góður í vörninni? Hann var líka frábær. Liðsheildin var bara góð. Við lendum í meiðslum og þurfum að rótera aðeins. Við erum að bregðast mjög vel við, margir að spila og margir að skila virkilega góðu hlutverki. Menn eru búnir að tala ansi mikið um að þessi deild verði svakaleg og þetta er örugglega eitthvað sem koma skal. Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér og notið þess að horfa á þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
„Þetta var virkilega kærkomið, það er óhætt að segja það,“ sagði afar sáttur Einar Jónsson eftir sigurleik Stjörnunnar gegn Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Stjarnan vann 29-26 og byrjar mótið af krafti. Eftir góðan fyrri hálfleik, lentu lærisveinar Einars í basli í uphafi seinni hálfleiks gegn framliggjandi vörn Selfyssinga. „Já, það tók okkur smá tíma að átta okkur. Við höfum ekkert verið að undirbúa okkur rosalega mikið gegn þessari vörn. Þeir hafa verið að spila önnur varnarafbrigði en þetta er bara flott lið og þeir komu hrikalega grimmir út í seinni hálfleikinn og slógu okkur aðeins út af laginu. Við héldum hins vegar haus, kláruðum leikinn og ég er hrikalega ánægður með það.“ „Fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Bæði vörn og markvarsla voru mjög góð og sóknarlega erum við mjög beittir og skorum 17 mörk. Síðasta korterið er líka gott. Þá komum við sterkir til baka eftir að þeir keyra hrikalega á okkur og gera atlögu. Við náum að vinna okkur aftur upp í 4-5 marka forystu og það klárar leikinn. Þetta Selfoss lið er hrikalega gott og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að vinna þá.“ Blaðamaður minnist sérstaklega á frammistöðu Ara Magnúsar Þorgeirssonar og Sveinbjörns Péturssonar og fær umsvifalaust létta pillu frá Einari fyrir að gleyma varnarjaxlinum Bjarka Má Gunnarssyni. „Fannst þér sem sagt Bjarki ekki góður í vörninni? Hann var líka frábær. Liðsheildin var bara góð. Við lendum í meiðslum og þurfum að rótera aðeins. Við erum að bregðast mjög vel við, margir að spila og margir að skila virkilega góðu hlutverki. Menn eru búnir að tala ansi mikið um að þessi deild verði svakaleg og þetta er örugglega eitthvað sem koma skal. Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér og notið þess að horfa á þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45