Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valsmenn ráku Patrek í kvöld

    Patrekur Jóhannesson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Val en Valsmenn birtu fréttatilkynningu inn á heimasíðu sinni í kvöld. Patrekur ætlaði að stýra Valsliðinu út tímabilið en taka svo við liði Hauka á næsta tímabili þegar Aron Kristjánsson fer í fullt starf sem landsliðsþjálfari.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 24-26

    Frammarar unnu sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 26-24 sigri gestanna. Frammarar leiddu allt frá miðjum fyrri hálfleik og var sigurinn ekki í hættu fyrr en á lokasekúndunum þegar leikmenn Aftureldingar söxuðu á forskot Frammara.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hörður Fannar með slitið krossband

    Hörður Fannar Sigþórsson spilar ekki meira með liði Akureyrar í N1-deild karla í vetur. Þessi sterki línumaður sleit krossband í hné eftir að hafa náð að spila aðeins átta mínútur með liðinu þetta tímabilið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hörður Fannar úr leik í vetur?

    Karlalið Akureyrar í N1 deildinni í handbolta varð fyrir enn einu áfallinu í fyrsta leik eftir HM-frí þegar Hörður Fannar Sigþórsson meiddist á hné í tapleik á móti Haukum í gærkvöldi. Hann er ekki með slitið krossband en mun líklega missa af restinni á tímabilinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hverju breyta nýju mennirnir hjá Val?

    Fyrsti leikur N1-deildar karla í handbolta eftir HM-hléið fer fram í Austurbergi klukkan 16.00 í dag þegar ÍR tekur á móti Val. Umferðin klárast síðan með þremur leikjum á mánudagskvöldið. Valsmenn sitja í botnsæti deildarinnar eftir að hafa náð aðeins í eitt stig í síðustu fimm leikjum ársins 2012 en ÍR-ingar gáfu líka aðeins eftir í síðustu leikjum fyrir jól.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dómararnir báðust afsökunar

    Handknattleiksdómararnir Hafsteinn Ingibergsson og Svavar Pétursson sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á að hafa ekki farið eftir fyrirmælum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-27

    Valskonur unnu fimm marka sigur á Fram, 27-22 í toppslag íslenska kvennahandbolta í Safamýrinni í kvöld og náðu þar með tveggja stiga forskoti á Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valskonur hafa líka "aukastig" því þær eru búnar að vinna báða innbyrðisleikina við Fram og verða því alltaf ofar séu liðin jöfn að stigum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vona að liðið þrauki með mér

    Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þetta var ekki heppni

    Einar Rafn Eiðsson tryggði FH sigur í deildarbikarnum í Strandgötu í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingu á móti sínum gömlu félögum í Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti

    "Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ragnar og Róbert fóru í reynslu hjá Kristianstad

    FH-ingurinn Ragnar Jóhannsson og Framarinn Róbert Aron Hostert nýttu HM-hléið til þess að skella sér á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad en með því spilar einmitt landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson.

    Handbolti