Af hverju selur fólk Ólympíu-verðlaunin sín? 17. október 2013 15:15 Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira