Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 32-33 | Vængbrotnir Haukar á toppinn Fram lék þriðja háspennuleik sinn í röð þegar liðið tók á móti Haukum sem unnu eins marks sigur, 33-32, og komu sér aftur í toppsæti Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 9. desember 2021 22:20
„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 9. desember 2021 21:51
Upphitun Seinni bylgjunnar: „Þetta þarf að vera létt og skemmtilegt“ Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir tólftu umferð Olís deildar karla í handbolta í aukaþætti af Seinni bylgjunni sem er nú kominn inn á Vísi. Handbolti 9. desember 2021 14:40
Jú, það eru líka skoruð sjálfsmörk í handbolta: Sjáðu skondið sjálfsmark í Olís Seinni bylgjan fjallaði um elleftu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðasta þætti og þar á meðal um 78 marka leik ÍBV og HK í Vestmannaeyjum. Eitt af þessum 78 mörkum í leiknum var nefnilega mjög sérstakt mark. Handbolti 9. desember 2021 12:30
Bræðurnir í Val segjast báðir vera betri en hinn og ætla alla leið Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir hafa spilað stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Valsmanna í vetur. Fjölskyldan er líka mjög áberandi í liðinu enda er faðir þeirra aðstoðarþjálfari Valsliðsins, Óskar Bjarni Óskarsson. Handbolti 9. desember 2021 10:30
Seinni bylgjan: „Ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum“ Magnús Gunnar Erlendsson sýndi okkur að allt er fertugum fært með frábærri frammistöðu í leik Fram og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Handbolti 6. desember 2021 14:31
Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. Handbolti 6. desember 2021 12:01
Leifur gröfustjóri mætti með risaávísun og keypti landsliðsmarkvörðinn Gaupi var á ferðinni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og að þessu sinni var hann kom til Mosfellsbæjar til að hitta mikilvæga menn sem vinna á bak við tjöldin hjá Olís deildar liði Aftureldingar. Handbolti 6. desember 2021 10:02
Viljum vera ofar í töflunni Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29. Handbolti 5. desember 2021 20:30
Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 5. desember 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - Grótta 31-29 | Heimasigur í spennandi leik KA vann góðan tveggja marka sigur á Gróttu í hörkuleik er liðin mættust í Olís-deild karla á Akureyri í dag, lokatölur 31-29 heimamönnum í vil. Leikurinn var liður í 11. umferð Olís. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið þrjá leiki í deild og voru í 9. og 10. sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í tvö stigin sem í boði voru til að halda í við liðin fyrir ofan sig. Handbolti 5. desember 2021 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. Handbolti 5. desember 2021 19:35
Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. Handbolti 4. desember 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Mjög kaflaskiptur og spennandi leikur þar sem jöfnunar markið var nánast skorað á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. Handbolti 4. desember 2021 19:16
Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. Handbolti 4. desember 2021 19:03
Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. Handbolti 4. desember 2021 17:36
Sterkur sigur Selfyssinga á Hlíðarenda Selfyssingar unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið heimsótti Val í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-28, en tapið þýðir að Valsmönnum mistókst að nálgast topplið deildarinnar. Handbolti 4. desember 2021 17:31
Upphitun Seinni bylgjunnar: Þrír leikir sýndir beint í dag og á morgun Um helgina fer 11. umferð Olís-deildar karla fram, ef frá er talinn toppslagur FH og Hauka sem fram fór á miðvikudagskvöldið. Handbolti 4. desember 2021 07:31
Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins. Handbolti 3. desember 2021 08:30
Sjö úr Olís-deildinni í stóra EM-hópnum Guðmundur Guðmundsson hefur skilað lista yfir þá 35 leikmenn sem einir koma til greina í lokahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem fer á EM í janúar. Handbolti 2. desember 2021 15:36
Döhler dró tennurnar úr Haukunum í leiknum og tók síðan viðtalið á íslensku Phil Döhler átti mjög flottan leik í marki FH í gær þegar liðið vann 28-24 sigur á nágrönnum sínum í Haukum. Seinni bylgjan ræddi um og ræddi við þýska markvörðinn eftir leik. Hann veitti viðtalið á íslensku. Handbolti 2. desember 2021 13:01
Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. Handbolti 1. desember 2021 21:55
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. Handbolti 1. desember 2021 21:05
Bara eitt mark eða minna á milli liðanna í sex af síðustu átta Hafnarfjarðarslögum Það er von á spennuleik í kvöld þegar FH-ingar taka á móti nágrönnum sínum í Haukum í elleftu umferð Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 1. desember 2021 15:31
Enn með glórulausar ákvarðanir en sum mörkin stórkostleg Túnisbúinn Hamza Kablouti er farinn að láta til sín taka með nýliðum Víkings og átti stóran þátt í fyrsta sigri liðsins í Olís-deildinni í handbolta á þessari leiktíð. Handbolti 30. nóvember 2021 15:00
„Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“ „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2021 13:00
Áhorfendur geta mætt á Hafnarfjarðarslaginn Það ræðst á morgun hvort það verða hvít eða rauð jól í Hafnarfirði, þegar FH og Haukar mætast í sannkölluðum toppslag í Olís-deild karla í handbolta. Áhorfendur geta mætt framvísi þeir neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Handbolti 30. nóvember 2021 11:30
„Ekkert atvinnumannalið í handbolta á Íslandi“ Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, segir það bara vera gróusögur að það séu atvinnumannlið í íslenska handboltanum í dag. Ekkert íslenskt félag hafi efni á slíku. Handbolti 30. nóvember 2021 11:01
34 titlar á 33 árum en missti af eina Evrópuleiknum af því að hann „dó“ Ef að það er eitthvað sem er öruggt þá er það að Hörður Davíð Harðarson sé á bekknum hjá karlaliði Hauka í handboltanum. Þar hefur hann verið í 33 ár nánast án undantekninga. Gaupi ræddi við þennan mikla meistara. Handbolti 30. nóvember 2021 10:01
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 26-22 | Víkingur hafði betur í uppgjöri nýliðanna Víkingur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu með 4 marka sigri á HK 26-22. Víkingur spilaði frábæran seinni hálfleik sem tryggði heimamönnum fyrsta sigur vetrarins. Handbolti 29. nóvember 2021 22:00