Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fram til Ungverjalands - HK mætir frönsku liði

    Kvennalið Fram mætir ungverska liðinu Alcoa FCK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og HK mætir franska liðinu Fleury Loiret Handball í Áskorandakeppni Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vín í morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeisturum Vals boðið á sterkt alþjóðlegt mót

    Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna verða meðal þátttakenda á sterku æfingamóti í Tékklandi í lok ágúst. Valsstúlkum var boðið að taka þátt í tveimur mótum á svipuðum tíma og ákváðu að fara til Tékklands en afþakka boð frá þýska félaginu Vfl Oldenburg.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús Stefánsson til ÍBV

    Magnús Stefánsson, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við 1. deildarlið ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heiðdís gengur til liðs við Val

    Heiðdís Rún Guðmundsdóttir, fyrrum leikmaður meistaraflokks FH í handknattleik, hefur samið við Íslandsmeistara Vals fyrir næstkomandi tímabil, en samningurinn er til þriggja ára.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán áfram á Hlíðarenda

    Valur tilkynnti í kvöld að Stefán Arnarson verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta til næstu tveggja ára. Stefán hefur gert Val að Íslandsmeisturum síðustu tvö árin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán aðeins sá þriðji sem vinnur tvær úrslitakeppnir í röð

    Stefán Arnarson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, komst í hóp með þeim Theódóri Guðfinnssyni og Aðalsteini Jónssyni í gær þegar hann gerði Valsliðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð. Valur tryggði sér titilinn með sigri á Fram í vítakeppni í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram átti tvo markahæstu leikmennina í úrslitaeinvíginu

    Valskomur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta í gærkvöldi með því að vinna þriðja leikinn í röð á móti bikarmeisturum Fram. Leikurinn sem var frábær skemmtun og líkalega sá besti sem hefur farið fram í kvennahandbolta á Íslandi fór alla leið í vítakeppni eftir að það var búið að framlengja tvisvar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafnhildur: Ég er gömul en aldrei hef ég séð svona

    "Ég hef aldrei lent í öðru eins og ég er orðin nokkuð gömul í þessum bransa,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Valur vann Fram 37-35 eftir tvíframlengdan leik og vítakastkeppni. Þetta var þriðji leikur liðanna og Valur vann einvígið því 3-0.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristín: Mögnuð upplifun

    „Þetta var hreinlega geggjað og rosaleg upplifun,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir að Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann Fram eftir tvíframlengdan leik, en eftir það var að grípa til vítakastkeppni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jenný: Aldrei upplifað svona spennu

    "Þetta var hörku leikur og gríðarleg spenna,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir magnaðan sigur á Fram en leikur fór í vítakastkeppni þar sem Jenný varði eitt víti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Stoltur af stelpunum

    "Þetta var alveg hreint frábær handboltaleikur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði fyrir Val í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn , en Valsstúlkur tryggðu sér titilinn eftir vítakastkeppni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán: Ekkert sem toppar þetta

    Það getur fátt toppað svona leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir að lið hans varð Íslandsmeistari í N1-deild kvenna eftir ótrúlegan þriðja leik sem endaði í vítakastkeppni“.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni

    Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verður krökkunum hans Baldurs bongó bannað að tromma í kvöld?

    Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari í Grundarfirði, betur þekktur sem „Baldur bongó“, hefur boðað komu sína á þriðja leik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda og með sigri tryggir Valur sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir

    Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp

    Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið

    „Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur kominn í 2-0 gegn Fram

    Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn

    Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur.

    Handbolti