Rafíþróttir

Rafíþróttir

Umfjöllun um Ljósleiðaradeildina og rafíþróttir á Íslandi.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn

    Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll

    Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina.

    Innlent
    Fréttamynd

    Ó­vænt endur­koma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu

    Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Flug­elda­sýning hjá KR en Du­sty enn á toppnum

    Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Du­sty vann toppslaginn og ný­ráðinn þjálfari Aur­ora stóð við stóru orðin

    Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Ísland langefst á lista Riot Games

    Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi.

    Innlent
    Fréttamynd

    Fjögur hundruð stefna til landsins vegna raf­í­þrótta­móts

    Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin.

    Leikjavísir