Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Kosningapartý, fjör og gleði

Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri

Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Ölgerðin hélt lang­þráða árs­há­­tíð í tékk­neskum kastala

Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó.

Lífið
Fréttamynd

Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar

Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas.

Lífið
Fréttamynd

KK tók lagið í opnun Eden Yoga í kartöflugeymslunum

Eden Yoga opnaði nýtt og glæsilegt stúdíó í gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvarveg um helgina. Eden Yoga er í eigu Söru Maríu Júlíudóttur og Lovísu Kristínar Einarsdóttur en þær söfnuðu fyrir opnuninni í gegnum KarolinaFund ásamt fríðu föruneyti yogakennara og markþjálfa.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill kátur í Höllinni

Það mættu fjölmargir í útgáfuhóf veftímaritsins Höllin mín í Húsgagnahöllinni á dögunum en þar mátti meðal annars sjá Berglindi Hreiðars sem hafði útbúið fallegar og gómsætar kræsingar fyrir gesti og gangandi.

Lífið
Fréttamynd

Hlátur og grátur í frumsýningarpartýi Fyrsta bliksins

Fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Fyrsta blikinu verður sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi hélt viðburð á Sjálandi þar sem aðstandendur þáttanna og vinir og fjölskylda fengu forskot á sæluna. 

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýndu förðunar­þáttinn Make up

Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty, þáttastjórnendur þáttanna Snyrtiborðið sem sýndir eru á Vísi, eru álitsgjafar í nýjum förðunarþáttum sem fara í sýningu í þessari viku hjá Sjónvarpi Símans. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla frá flokksþingi nýrrar Framsóknar

Um helgina var 36. flokksþing Framsóknar haldið undir yfirskriftinni Ný Framsókn fyrir landið allt. Á laugardagskvöldinu var svo blásið til veislu á Grand hótel en þar var gríðarleg stemning og margt um manninn.

Lífið
Fréttamynd

Mynda­veisla frá Hlust­enda­verð­laununum

Það var mikið um dýrðir þegar Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í gærkvöldi. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna steig á stokk, en viðburðuinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Trylltur dans stiginn á Þorrablóti Vesturbæjar

Mörg hundruð manns skemmtu sér inn í nóttina í DHL-höllinni, íþróttahúsi KR-inga, á árlegu þorrablóti. Þrátt fyrir að til veislunnar hefði verið boðað með skömmum fyrirvara fjölmenntu Vesturbæingar og skemmtu sér konunglega.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag

Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól.

Lífið