Nýársspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú færð stöðuhækkun seinnipart árs
Elsku Tvíburinn minn, það fer nú oft í taugarnar á þér svona óveður og svartnætti eins og er oft á landinu okkar góða, en það er eins og þú sért búinn að koma þér upp tækni til að útiloka veðrið og myrkrið og eins er mjög mikilvægt þú útilokir svartsýni því hún veldur bara kvíða.