Stjörnuspá Siggu Kling

Stjörnuspá Siggu Kling

Fréttamynd

Maí­spá Siggu Kling: Allt sem fiskurinn þarf er ást

Elsku Fiskurinn minn, það eru bjartir tímar framundan hjá þér. Það er hægt að segja það að þú sért með góð spil á hendi og þú átt eftir að koma fólki á óvart hvernig þú getur snúið þig út úr öllum aðstæðum sem gefa þér kvíða og stress. Þú veist það líka að þegar þú hugsar að allt verði betra, þegar ég er búinn að klára einhverja sérstaka erfiðleika sem ég hef miklar áhyggjur af. En lífið er bara þannig að þegar að einar áhyggjur hverfa þá kemur bara eitthvað annað til þess að „díla við“.

Lífið
Fréttamynd

Maí­spá Siggu Kling: Nei eða já mánuður hjá stein­geitinni

Elsku Steingeitin mín, þú ert búin að vera í alls konar áskorunum og þér finnst stundum lífið vera aðeins of mikið. En ef þú skoðar vel síðasta árið eða svo, þá er eins og allt sé búið að breytast og þú horfir á lífið og aðstæður þínar með allt öðrum augum. Þú getur séð það einlægt og í hjarta þínu að þú ert miklu sterkari en þú bjóst við að þú værir, og til hamingju með það.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Hrútur

Elsku Hrúturinn minn, þú ert búinn að vera í fantaformi eina stundina og alveg búinn á því hina stundina. Þú ert að reyna að tjasla saman lífinu og að gera hlutina einfaldari. Það hrynja hugmyndir niður í kollinn á þér þegar þú lærir að slaka á og að nýta þér það að þú ert sterkasta merkið í sambandi við að þróa þína hæfileika og vitsmuni. Þess vegna skaltu ekki biðja of marga um ráð, því að þá ruglastu bara í ríminu.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Steingeitin

Elsku Steingeitin mín, hún hefur verið hröð þessi bíómynd sem þú lifir í, mikil rólegheit einn daginn, svo allt breytt daginn eftir. Satúrnus var að fara úr þínu merki, hann er sko harður húsbóndi. Hann dembdi sér yfir í Fiskamerkið, sem er besti staðurinn sem hann getur verið vegna þess að vatnið drekkti honum, svo hann er áhrifalaus. 

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, nú reynir á það að þú finnir rétt úrræði til að komast áfram á þeim hraða sem þú vilt vera á. Það reynir líka á það að þú sleppir þessum áhyggjukílóum sem þyngja þig. Það er endurnýjun að eiga sér stað í umhverfinu þínu og þú þarft að endurhugsa margt upp á nýtt. Þetta er áskorun sem að mun sýna þér að þú ert þrælvel gefinn og ert með ráð undir rifi hverju.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Tvíburi

Elsku Tvíburinn minn, þín orka er núna svört og hvít vegna þess að þið táknið tvo einstaklinga og sá svarti hefur kíkt inn og lamað hjartað þitt. Þú gerir þér svo mikla grein fyrir þessu að þú virðist vera að nota allar aðferðir sem þú getur til þess að finna ljósið. Það eru lagðar fyrir þig þrautir sem eru eins og gestaþrautir, taktu alla þá þolinmæði sem býr í þér því að þú færð ekki útkomuna í flýti.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Fiskarnir

Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf að baksa við að halda jafnvæginu, að hafa þitt Yin&Yang í lagi. Þú vilt alls ekki skauta út af veginum, það er ekki í eðli þínu að finnast það smart. Þú ert svo andlega tengdur og þessi mánuður gefur okkur mannfólkinu miklar breytingar, bæði ótta og frelsi. Þú skalt skoða fulla tunglið bleika sem er þann sjötta apríl í Vogarmerkinu, en það tungl getur meðal annars haft mikil áhrif á líkamann, til dæmis á nýru, lifur og æðakerfið.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Vatnsberinn

Elsku Vatnsberinn minn, nú er komið að því að þú ert að fá þá tíma inn í líf þitt sem þú átt svo sannarlega skilið. Það hefur verið mikil vinna í kringum þig og lítill tími til að anda. Í mars fór nefnilega Satúrnus inn í Fiskamerkið, sannarlega harður húsbóndi þegar hann hangir yfir manni.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Sporðdrekinn

Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert kraftaverk og í því er fólgið að þú þarft sjálfur að setja kraft í verkin. Að sjálfsögðu er ekki allt að gerast eins og þú vilt það, því að lífsorkan er að stýra þér aðra leið. Svo ef þú fyllir sálina þína af krafti þá veistu hver útkoman er í þeirri krossgátu sem þú ert í. Þér finnst að til þess að fá krossgátuna kláraða vanti þig tvö eða þrjú orð og þau eru þarna. Það eina sem er að herpa takið á hálsi þínum ert þú sjálfur.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling -Vogin

Elsku Vogin mín, það er baráttuandi yfir þér. Þú ert á sveif með réttlætinu, hvernig svo sem þú lítur á réttlæti. Þú lætur stundum skoðanir þínar umbúðalaust í ljós, en kannt að segja fyrirgefðu ef þú móðgar einhvern, sem svo sannarlega kemur fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Meyjan

Elsku Meyjan mín, það er baráttuandi yfir þér og það er enginn sem getur tekið það frá þér. Þú með þinn sterka anda þarft ekki að hræðast neitt eða neinn. Ef að óöryggi er að klípa þig er það bara tengt fjárhagsafkomu. Allt sem tengist því blessast, en alveg á síðustu stundu, svo það er ekkert að óttast.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Ljónið

Elsku Ljónið mitt, þú þarft að vera svo einbeittur í öllu sem þú vilt að gerist. Þú mátt ekki slaka á og að bíða bara eftir því að einhver leysi framtíðina. Núna virkar ekkert nema ákveðni, en það er þá mikilvægt að þú skiljir það við hvern þú þarft að vera ákveðinn. Og sýndu ekki reiði gagnvart þeim sem þú þarft að tala við, heldur sýndu staðreyndir, þú mátt að engu leyti loka þig af. Heldur skaltu umfaðma Ljónsmáttinn og tengja þig við þá sem geta og vilja hjálpa þér frá hjartanu. 

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Krabbinn

Elsku Krabbinn minn, það eru svo mikilvægir dagarnir til fimmta apríl og þá sérstaklega að vera með það á hreinu hvenær fulla tunglið bleika er í kringum þann sjötta apríl. Orka tunglsins teygir sig líka í kringum áttunda apríl. Þarna er mjög gott að leysa allt sem tengist viðskiptum, skuldum og endurnýjum samninga.

Lífið
Fréttamynd

Páskaspá Siggu Kling - Nautið

Elsku Nautið mitt, þú vilt svo mikið innst í hjarta þínu gefa eftir og að leyfa öðrum að skína. Þú ert núna búin að lenda í því að hafa þrjóskuna of sterkt í hjartanu. En um leið og þú hugsar að þú ætlir að slaka, þá byrjar allt að rúlla til þín sem þú vilt svo hjartanlega. Þú gefur og gefur og vilt skilja alla, en af því að þú ert svo mikill engill og réttlætisgyðjan í sál þinni svo sterk, þá byrjarðu of oft að skipta þér af einhverju sem þú sérð eftir.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Hrútur

Elsku Hrúturinn minn, það eru svo miklar breytingar í kringum litlu hlutina. Þú getur pirrað þig svo mikið yfir einhverju sem er fyrir framan þig en svo er það bara alls ekki neitt. Það er eins og þú komist út úr öllum þrengingum og stoppum. Og alveg sama hversu svartur þér finnst dagurinn vera, þá er eins og það heyrist acrabadabra, búmm og málið er leyst.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Vogin

Elsku Vogin mín, þú ert búin að gera allt þitt besta til þess að allir hafi það gott. Þú ert svo sterk en samt með þetta pínulitla fuglshjarta. Þannig að ef ónærgætnir einstaklingar pota aðeins í þig þá er stuttur þráðurinn hjá minni. Hinsvegar og jafnvel út af þessu þarft þú að einblína á að nota ekki hugbreytandi efni eða vera í kringum fólk sem drekkur frá sér allt vit og púðrar í kringum sig svartri orku.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Nautið

Elsku Nautið mitt, ég veit ekki hvort það sé þér í hag hvað þú ert virkt með öðru fólki, hvað þú reynir að vernda aðra og gera allt sem þú getur svo að aðrir líti betur út. En þú skalt bara muna í hjarta þínu að þú færð ekkert fyrir þetta. Svo gefðu bara fólki sem er þess virði tíma þinn og finndu fólk til þess að hjálpa þér með það sem þú getur ekki sjálft. Því það er svo margt að gerast að þú getur fundið svona þunga yfir sólarplexus eða sálinni þinni.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Tvíburi

Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið að hugsa á ofurhraða hvernig þú ætlir að skipuleggja sumarið og sumarið kemur fyrr en þig grunar svo þú getur leyft þér að byrja að kætast. Þú ert í einhverri vinnu eða verkefni sem þú þarft að klára og er að gera þig gráhærðan. Það eru fleiri tengdir inn í þetta system, þú skalt tímasetja hvenær þú ætlar að vera búinn að klára því annars getur þetta legið á þér eins og mara.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Krabbinn

Elsku Krabbinn minn, þú þarft svolítið að láta þig fljóta á því tímabili sem þú ert að fara inn í. Það virðist nefnilega allt smella og ganga betur ef þú hefur ekki puttana í því. Sjötti, sjöundi og áttundi mars eru lykildagar fyrir næsta mánuð. En á þeim tíma finnst þér þú tapa einhverju, en ef þú skoðar betur þá færðu tilbaka til þín miklu meira en þú missir.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Ljónið

Elsku Ljónið mitt, þann sjöunda mars mun svo margt breytast hjá þér og sú orka verður hjá þér í töluverðan tíma. Þetta tengist ástinni, trúnni sem þú hefur og lífinu öllu. Það er eins og þú sért að stíga inn í öðruvísi, betra og hjartanlegra líf en þú hefur. Að sjálfsögðu ekki á einum degi, heldur eitt skref í einu, eina mínútu í senn. Þú finnur að þér hitnar í hjartanu og þú færð svo sterkan skilning á öðru fólki og það þýðir bara að loksins ertu farinn að skilja sjálft þig betur.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, láttu ekki villa þér sýn, láttu ekki aðra sannfæra þig um að líf þitt sé verra en þú sérð það. Sú setning sem þú skalt nota er: Þetta reddast. Hafðu það hugfast. Þú ert skemmtilegur, þú elskar frelsi og ert forvitinn. Þú þarft alltaf að þroska og þróa þig til þess að þér finnist veröldin spennandi. Þú heillast af lífinu og öllum þáttum innan þess, láttu nú ekki aukakíló eða grátt hár pirra þig. Því eins og þú ert sterkur og duglegur, þá geta tilgangslausar áhyggjur eyðilagt fyrir þér gleðina.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Meyjan

Elsku Meyjan mín, þetta tímabil sem er að heilsa þér er þakið sjálfstrausti og blessun. Þú skynjar að það sem þú hefur ástríðu fyrir gefur þér nýja og betri möguleika. Þessi tíðni tengist ástríðu til þess að skapa, ástríðu til kynlífs, ástríðu til þess að elska sjálfan sig alveg sama hvað og ástríðu fyrir ástinni. Það eru svo margir í þínu merki sem mun bókstaflega finnast eins og þeir hreinlega gangi ekki á Jörðinni heldur eins og þeir séu í einhverjum öðrum heimi en þeir voru í, til dæmis í fyrra. Þetta tímabil brestur ekki á fyrr en að alla vega vika er liðin af marsmánuði.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Sporðdrekinn

Elsku Sporðdrekinn minn, það er heldur betur að lifna við lífið hjá þér. En svo er bara spurning hvort þú viljir sjá það. Þú getur nefnilega líka lokað augunum og leyft þér að standa í drullupolli. Þú ert nefnilega mátturinn til þess að breyta öllu, svo spurðu sjálfan þig núna; hverju vil ég breyta og hvers vegna?

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Steingeitin

Elsku Steingeitin mín, það eru margir sem leggja neikvæðni í orðið rússíbani en rússíbani er upplifun sem er líklega engu lík. Það er svo margt búið að vera að gerast hjá þér undanfarið sem þér hefði vart dottið í hug að þú myndir upplifa. Þú verður í þessum rússíbanaleiðangri þetta árið. Það er ekki hægt að segja að það verði leiðinleg stund, en samt verður það erfitt og illframkvæmanlegt það sem verður á leið þinni. Láttu það ekki pirra andann þinn í eina sekúndu og temdu þér eins mikið æðruleysi og þú mögulega getur.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Vatnsberinn

Elsku Vatnsberinn minn, það hafa svo margar tilfinningar þyrlast upp í lífi þínu undanfarið. Það er annað hvort allt algjörlega frábært og þér líður svo vel, eða ekkert er að ganga upp. Og þetta tengist líka fortíð, því þú ert að taka erfiðleika úr fortíð og hugsa um þá núna. En þeir erfiðleikar eiga EKKI heima hjá þér í dag.

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling - Fiskarnir

Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo fjarskalega litríkur og enginn dagur er eins fyrir þá sem njóta þeirrar gæfu að vera með þér. Og þú gætir haft valkvíða yfir því hverskonar persónur eða manneskjur þú vilt hafa í kringum þig. Veldu þær sem að styðja þig og þær sem elska þig raunverulega.

Lífið
Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling - Vogin

Elsku Vogin mín, það eru ýmiskonar verkefni sem þú hefur þurft að leysa undanfarið. Og eins og þú ert dásamleg þá hefurðu hreint ekki haft þolimæði fyrir öllu og öllum.

Lífið
Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling - Ljónið

Elsku Ljónið mitt, það er eins og þú sért að lifa í lygasögu því að hrynjandinn í lífi þínu eru mjög sérkennilegur og þú átt febrúarmánuð.

Lífið