Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Líta mál skipsins alvarlegum augum

Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt.

Innlent
Fréttamynd

Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lofts­lags­skatta á skip til að koma á orku­skiptum

Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjart fram undan í kjara­deilu sjó­manna

Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri

Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland.

Innlent
Fréttamynd

Lægri endur­greiðsla VSK og aukin gjöld á skemmti­ferða­skip

Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað.

Innlent
Fréttamynd

Strand­veiðar eitt skref á­fram, tvö aftur­á­bak

Matvælaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að hverfa aftur til þess fyrirkomulags strandveiða sem var hér fyrir árið 2018. Það er að segja að aflaheimildum sem ráðstafað er til strandveiða verði skipt upp í fjögur landssvæði.

Skoðun
Fréttamynd

For­stjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg

Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Innherji
Fréttamynd

Fiskveiðiauðlindin okkar

Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin skatt­heimta og „sann­gjarnari“ veiði­gjöld

„Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Einka­væðing hrogn­kelsa/grá­sleppu

Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali.

Skoðun
Fréttamynd

Fisk­veiðar og fisk­veiði­stjórnun

Fiskveiðar eru nauðsynlegur hluti íslensks atvinnulífs og því mikilvægt að varðveita og stjórna fiskveiðum. Íslensk lög segja að varðveita þurfi náttúruauðlindirnar og tryggja að kvótakerfinu sé stjórnað til þess að fiskistofnarnir vaxi og þroskist.

Skoðun
Fréttamynd

Staðan í makríl­við­ræðunum

Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum.

Skoðun
Fréttamynd

Nú hefur fólk sýnt sitt rétta and­lit

Takk minnihluti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir að standa með lýðræðinu og leggja fram tillögu um að standa með 75% íbúa Seyðisfjarðar, sem eru á móti sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem var reyndar felld af meirihlutanum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land!

Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu ár af sam­eigin­legum hags­munum

Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning.

Skoðun
Fréttamynd

Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haf­tengdra fjár­festinga

Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi.

Innherji
Fréttamynd

Gamli bærinn minn í nýju sveitar­fé­lagi

Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör.Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð.

Skoðun