Líta mál skipsins alvarlegum augum Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Innlent 16. apríl 2023 13:49
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. Innlent 15. apríl 2023 21:04
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. Innlent 14. apríl 2023 11:26
Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. Innherji 14. apríl 2023 10:40
Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar. Innlent 13. apríl 2023 14:54
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. Innherji 12. apríl 2023 14:11
Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Innlent 11. apríl 2023 11:15
Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland. Innlent 5. apríl 2023 22:22
Ice Fish Farm stefnir á að sækja 6,5 milljarða króna í aukið hlutafé Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hyggst sækja jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna í aukið hlutafé. Núverandi hluthafar, þar á meðal tvö íslensk félög, munu leggja til bróðurpart fjárhæðarinnar. Innherji 30. mars 2023 16:27
Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. Innlent 29. mars 2023 17:02
Strandveiðar eitt skref áfram, tvö afturábak Matvælaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að hverfa aftur til þess fyrirkomulags strandveiða sem var hér fyrir árið 2018. Það er að segja að aflaheimildum sem ráðstafað er til strandveiða verði skipt upp í fjögur landssvæði. Skoðun 29. mars 2023 13:30
Forstjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“ Innherji 27. mars 2023 10:16
Fiskveiðiauðlindin okkar Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Skoðun 27. mars 2023 09:31
Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. Innlent 26. mars 2023 16:49
Þú ert það sem þú upplifir: Opið bréf til lubbamenna og lúðulaka í Múlaþingi „Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“ Skoðun 26. mars 2023 08:00
Blámi hlýtur hvatningarverðlaun SFS Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, tók við Hvatningarverðlaunum SFS á ársfundi samtakanna í dag. Viðskipti innlent 24. mars 2023 16:05
Ný stjörn kjörin hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Ný stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var kjörin á aðalfundi samtakanna í dag. Auk formanns skipa nítján manns stjórnina. Viðskipti innlent 24. mars 2023 11:02
Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Skoðun 24. mars 2023 07:30
Fiskveiðar og fiskveiðistjórnun Fiskveiðar eru nauðsynlegur hluti íslensks atvinnulífs og því mikilvægt að varðveita og stjórna fiskveiðum. Íslensk lög segja að varðveita þurfi náttúruauðlindirnar og tryggja að kvótakerfinu sé stjórnað til þess að fiskistofnarnir vaxi og þroskist. Skoðun 23. mars 2023 10:30
Staðan í makrílviðræðunum Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Skoðun 22. mars 2023 14:00
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. Atvinnulíf 22. mars 2023 07:01
Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans. Viðskipti innlent 21. mars 2023 19:14
Af fiskeldi og öðrum fjára – íbúalýðræði, yfirgangur og andstaða Við lygnan fjörð í djúpum dal lúrir lítill en litríkur bær austur á fjörðum..., svona hófst grein sem ég skrifaði fyrir ári, nánast upp á dag. Síðan þá hefur margt gerst en fátt breyst. Skoðun 21. mars 2023 09:30
Nú hefur fólk sýnt sitt rétta andlit Takk minnihluti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir að standa með lýðræðinu og leggja fram tillögu um að standa með 75% íbúa Seyðisfjarðar, sem eru á móti sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem var reyndar felld af meirihlutanum. Skoðun 17. mars 2023 14:31
Heiða Kristín ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Hún hefur við starfinu í sumar en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Niceland Seafood auk þess að hafa komið að stofnun og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hérlendis og í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 15. mars 2023 11:58
Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. Innlent 14. mars 2023 14:38
Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land! Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Skoðun 14. mars 2023 08:30
Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Skoðun 14. mars 2023 07:01
Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haftengdra fjárfestinga Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi. Innherji 13. mars 2023 07:01
Gamli bærinn minn í nýju sveitarfélagi Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör.Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð. Skoðun 12. mars 2023 14:30