Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Bréf til Svandísar

Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010.

Skoðun
Fréttamynd

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort

Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fiskur á fárra hendur

Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka.

Skoðun
Fréttamynd

Iða úr Arnarlax í Lax-Inn

Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðin á­samt laun- og líf­eyris­þegum í á­nauð út­gerðanna

Geri ráð fyrir að við öll vitum að það voru kvótalánin sem útgerðin tók út á veð í kvótaúthlutunum sem ollu því hversu hart hrunið kom niður á okkur Íslendingum. Peningar sem útgerðirnar drógu sér og notuðu í allt annað en til að styrkja fyrirtækin eins og fjárfestingar í óskyldum rekstri eða í hreina eyðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Stórútgerðin eyðir byggð

Það er öllum ljóst að stórútgerðin hefur stórskaðað byggð víða um land, keypt burt kvóta og atvinnutækifæri sjávarbyggða og skilið íbúana og samfélögin eftir í sárum.

Skoðun
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Orku­skipti á hafi

Mögulegt er talið að orkuskipti innlenda skipaflotans verði um garð gengin fyrir árið 2050. Til þess þarf að tryggja framleiðslu og innviði fyrir rafeldsneyti og öflug stefnumótun að vera til staðar frá stjórnvöldum, með stuðningi við fjárfestingar, skattalegum hvötum og skýrum kröfum um vaxandi hlut grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis.

Innlent
Fréttamynd

Gréta María lætur af störfum hjá Brimi

Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá útgerðinni.

Innherji
Fréttamynd

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt fyrsta verk Svandísar að liðka fyrir veiðum á loðnu

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag breytingu á reglugerð sem heimilar veiðar á loðnu með flotvörpu tímabundið á afmörkuðum svæðum úti fyrir Norðurlandi. Líklegt má telja að þessi ákvörðun setji loðnuvertíðina af stað en loðnan hefur verið illveiðanleg með hefðbundinni loðnunót sökum þess hversu djúpt hún liggur í sjónum.

Innlent
Fréttamynd

Svipurinn á Alla ríka áður en sonurinn fékk það óþvegið

„Þetta er svona svipur sem maður þekkir vel. Þetta var svona kannski rétt áður en maður fékk að heyra það óþvegið,“ segir Kristinn Aðalsteinsson glettinn þar sem hann virðir fyrir sér málverkið af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni, á heimili sínu á Eskifirði.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi

Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum.

Innlent
Fréttamynd

Afneitun MAST ristir djúpt

Sú einkennilega staða er uppi við útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi á laxi að ekkert er litið til hversu miklum skaða fiski- og laxalúsasmit veldur á umhverfinu og lífríkinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina

Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Ice­land Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs.

Innherji