Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Þriðja skipverjanum sagt upp

Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Innleiða hvata til að stuðla að laxeldi í lokuðum sjókvíum

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi verði samþykkt. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.

Innlent
Fréttamynd

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn

Af fjórum kæruatriðum Jarðarvina gegn vinnubrögðum Hvals hf. eru tvö enn til rannsóknar. Lögreglustjórivildi hætta rannsókn á brotum er varða verkunaraðferðir Hvals en ríkissaksóknari skipaði að rannsókn skyldi halda áfram.

Innlent
Fréttamynd

Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts

Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts

Innlent
Fréttamynd

Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más

Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012.

Innlent