Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Tveggja ára stal senunni í umræðu um leikskólamál

„Flautið. Það var bíll. Þeir voru með dekk. Já. Þau voru að keyra svo hratt. Já. Ætti hann að keyra hægar? Nei.“ Á þessum nótum talaði senuþjófurinn Víðir Ágúst tveggja ára í viðtali sem átti að vera við móður hans Albínu Huldu Pálsdóttur í Íslandi í dag á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Af betri borg fyrir börn

„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land í þriðj­a sæti World Tal­ent Rank­ing

Ísland skipar þriðja sæti í World Talent Ranking (WTR) 2022 úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss og færist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Úttektin metur að hvaða leyti ríki þróa, laða að og halda í hæft fólk til að viðhalda þeim mannauði sem stuðlar að langtímaverðmætasköpun. Sviss er í fyrsta sæti listans, sjötta árið í röð, af 63. ríkjum. Svíþjóð, Noregur og Danmörk raða sér í annað, fjórða og fimmta sæti úttektarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu.

Innlent
Fréttamynd

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Innlent
Fréttamynd

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir ársgömul börn?

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“

Innlent
Fréttamynd

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Innlent
Fréttamynd

Brugðist við halla­rekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum

Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á konu með öxi fyrir framan grunn­skóla

Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Innlent
Fréttamynd

Fóru hörðum orðum um MR

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Lífið
Fréttamynd

Leik­skóla­málin á Al­þingi

Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ekki að kirkju­heim­sóknir leggist af

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. 

Innlent
Fréttamynd

Þórir Snær Sigurðs­son vann Rímna­flæði 2022

Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“.

Tónlist