„Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2024 14:20 Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra segir ljóst að foreldrar einhverfra barna þurfi aukinn stuðning. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“ Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“
Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira