Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fjár­festum í vel­líðan – því hver króna skilar sér marg­falt til baka

Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi.

Skoðun
Fréttamynd

Úr öskunni í eldinn á laugar­daginn?

Fráfarandi ríkisstjórn var að eigin sögn óhamingjusöm og sundurlynd. Í stað hinnar breiðu samstöðu sem átti að vera söguleg og einstök varð ríkistjórnin verklítil og sú óvinsælasta í sögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skuggaspil valdsins

Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið?

Skoðun
Fréttamynd

Viltu að barna­börnin þín verði fá­tækir leigu­liðar?

Ef þú vilt að börnin þín og barnabörn munu þurfa að búa í dýru leiguhúsnæði alla ævi, hafa ekki efni á að eiga bíl og geta ekki ferðast til útlanda nema fá leyfi stjórnvalda þá endilega kjóstu flokkana sem hafa verið við stjórn síðustu sjö árin.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt upp­haf – í þjónustu við þjóðina

Við í Samfylkingunni óskum eftir þínum stuðningi til að leiða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Við höfum átt í innihaldsríku samtali við þjóðina síðastliðin tvö ár og því ætlum við að halda áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Hlustum á hvert annað og breytum þessu

Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra.

Skoðun
Fréttamynd

XL niður­skurður – hugsum stórt!

Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Blóra­bögglar og gylli­boð frá vinstri

Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kjósa for­eldrar ósýni­legra barna?

Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk.

Skoðun
Fréttamynd

Skemmti­legustu kapp­ræður kosninga­bar­áttunnar

Kappleikarnir, öðruvísi og skemmtilegur kosningaþáttur, eru beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Frambjóðendur tíu flokka mætast í myndveri og svara spurningum um þau mál sem helst brenna á ungu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Jöfnum leikinn á laugar­daginn

Ísland er um margt gott samfélag en í grundvallartriðum stendur það öðrum Norðurlöndum að baki. Þegar kemur að nýtingu auðlinda og afli velferðarkerfisins skilur á milli Íslands og annarra norrænna ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin heim

Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim.

Skoðun
Fréttamynd

Ég býð mig fram fyrir framtíðar­kynslóðir

Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu.

Skoðun
Fréttamynd

Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara

Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur.

Skoðun
Fréttamynd

Svarar Kára fullum hálsi

Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík suður, telur það boða gott að Stefán heitinn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hafi vitjað sonar síns Kára Stefánssonar í draumi vegna þingframboðs Snorra.

Innlent
Fréttamynd

Hug­sjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára

Kári, til mín rignir skilaboðum um að fleira þurfi ég ekki að aðhafast í kosningabaráttunni, því að verðmætasta stuðningsyfirlýsingin sé komin, umvöndunarpistill frá Kára Stefánssyni. Hver þarf óvini þegar maður á vini eins og þig?

Skoðun
Fréttamynd

Segir Mið­flokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem gekkst við því í gær að hafa kostað færslu á Facebook-síðu flokksins í Suðurkjördæmi í óþökk fyrrum samherja sinna, stendur fast á sínu og sér lítið athugavert við það sem hann gerði. Hann segist eiga tilkall til síðunnar sem stofnandi hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti aukinna ríkis­út­gjalda farið í laun og bætur

„Ertu búinn?“ spurði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í orðaskaki við Heimi Karlsson, einn þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni, þegar síðarnefndi sagði marga velta því fyrir sér í hvað skattpeningarnir væru að fara.

Innlent