Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Telur að stjórn­völd ættu að stíga inn í deiluna

Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­legt raforkulagafrumvarp

Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð.

Skoðun
Fréttamynd

Stólaskiptin höfðu mikil á­hrif á traustið

Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir.

Innlent
Fréttamynd

Fækkum rauðu rósunum

Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið.

Skoðun
Fréttamynd

Eru Fljóts­dælingar fjarri hlýju hjóna­sængur?

Enn einu sinni finn ég mig knúinn til þess að svara Innviðaráðuneytinu vegna úttektar á fámennustu sveitarfélögum landsins. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun enda var hvatinn að því að gera þetta hér og nú símtal frá kollega. 

Skoðun
Fréttamynd

Miklar breytingar fram­undan í Sund­höllinni

Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. 

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís gerir ráð fyrir 20 prósenta af­föllum

Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum.

Innlent
Fréttamynd

Vopna­hlé strax!

Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október.

Skoðun
Fréttamynd

Ef ekki að­gerðir nú þá hve­nær?

Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykja­vík?

Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Fá­tækt: Pólitísk stefna eða náttúru­lög­mál?

Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk?

Skoðun
Fréttamynd

Strangt þak á kaup­auka hefur leitt til hærri launa í fjár­mála­kerfinu

Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni.

Innherji
Fréttamynd

Trúir ekki á ein­hliða þvingunar­að­gerðir gegn Ísrael

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt.

Innlent
Fréttamynd

Trú­verðug­leiki Ís­lands í lofts­lags­málum

Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Mál­stefna fyrir ís­lenskt tákn­mál

Í vikunni mælti menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrir þingsályktunartillögu um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun. Þar er gengið út frá að íslenskt táknmál sé hefðbundið minnihlutamál og fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra, sbr. lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina standa á brauð­fótum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús.

Innlent
Fréttamynd

Of­beldi á of­beldi ofan

Í síðustu viku var vinur minn sakaður opinberlega um ofbeldi. Ég hef sjaldan séð aðra eins gengisfellingu á hugtakinu „ofbeldi“ eins og í bréfinu sem sent var á stjórn VR og fjallað um í fjölmiðlum, en látum það liggja á milli hluta í bili.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir­mæli – orð til Vinstri grænna

Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi.

Skoðun
Fréttamynd

Kallað eftir við­skipta­þvingunum á hendur Ísraelum

Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag.

Innlent