Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina skila auðu í bar­áttunni við verð­bólguna

Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Skattur á rafbíla fer í að bjarga ís­lenskunni

Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla.

Skoðun
Fréttamynd

Trausti Fannar skipaður for­maður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Innlent
Fréttamynd

Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Al­þingi

Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­stjóri óskaði eftir helmingi minni launa­hækkun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ertu sekur um að verða 67 ára?

Eldri borgarar og öryrkjar sem treysta eingöngu á lágar bætur frá almannatryggingum lifa við gríðarlega fátækt og bágborin kjör. Þeir óttast sérstaklega að verða 67 ára því þá lækka bætur þeirra enn frekar þegar þeir færast yfir á ellilífeyri. Oft eru þetta konur sem unnu árum saman sem heimavinnandi húsmæður og eiga engan lífeyrissjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort at­lot séra Frið­riks hafi verið eins og at­lot ættingja

Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. 

Innlent
Fréttamynd

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grund­völlur far­sællar fram­tíðar

Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fríska upp á Land­nám og slíta sjóði Þórs

Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið.

Innlent
Fréttamynd

Segir jarðgangaáætlun miklu raun­hæfari með kyndilborun

Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs

Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. 

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dóna­leg“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg.

Innlent
Fréttamynd

Segir at­vik aug­ljós í undar­legu máli

Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt.

Innlent