Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ætla að sækja fleiri fjöl­skyldur frá Gasa

Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska er lykill

Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Núna!

Átta hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð á biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Til þess að leysa þennan vanda þarf að byggja átta hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum. Ef ekkert er gert mun biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum vaxa á hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

„Getum ein­fald­lega ekki haldið á­fram í ein­hverri blindni“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp vegna húsnæðis í Grinda­vík væntan­legt síðar í vikunni

Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki.  

Innlent
Fréttamynd

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt dauðs­fallið í sofandi sam­fé­lagi

Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lit annara og al­manna­rómur auk í­myndar

Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ljóst að stjórn­völd skorti pólitískan vilja til að hjálpa

Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið.

Innlent
Fréttamynd

Stór­efla þarf lög­gæsluna

Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Gengið of nærri björgunar­sveitum

Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til dóms­mála­ráð­herra

Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf.

Skoðun
Fréttamynd

Látum verkin tala!

Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar).

Skoðun
Fréttamynd

Sam­mála um á­fram­haldandi stuðning við UNRWA

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.

Innlent