Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Kven­frelsi, leik­skóli og börn

Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða að nota skatta­lega hvata til að auka fram­boð á hús­næði

Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á or­saka­ferli í kjöl­far sjálfs­vígs

Þann 1. desember sl. lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. Tillagan hefur það að markmiði að stuðla að öflun gagna sem nýtast við greiningu á áhættuhópum, í forvarnastarfi og við mótun fyrirbyggjandi aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg.

Skoðun
Fréttamynd

Pepparar Guð­laugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna

Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði starfs­mönnum Hvals laun

Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gætu fengið yfir fimm­tán milljarða fyrir þriðjungs­hlut í Ljós­leiðaranum

Væntingar eru um að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, geti verið verðlagður á nálægt fimmtíu milljarða króna í áformuðu hlutafjárútboði félagsins síðar á árinu þar sem til stendur að sækja aukið hlutafé með sölu á þriðjungshlut til nýrra fjárfesta. Mögulegur áhugi lífeyrissjóða veltur meðal annars á því að það takist að fá inn sérhæfða fjárfestingarsjóði að útboðinu.

Innherji
Fréttamynd

Orkumálaáróður ráð­herra

Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort ráð­herrar hafi vís­vitandi viljað spilla kjara­við­ræðum

Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni felur Brynjari að leiða að­gerðir gegn gullhúðun

Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­ráðið með förgunargjald í Grinda­vík

Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum inn­flytj­enda­stefnu

Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu.

Skoðun
Fréttamynd

Útrýmum ó­vissu Grind­víkinga

Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. 

Skoðun
Fréttamynd

Búrfellslundur – fyrir hvern?

Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á!

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn með mikla fyrir­vara við frum­varp for­sætis­ráð­herra

Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við gefumst aldrei upp“

Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins.

Innlent
Fréttamynd

Skellti upp úr yfir ó­væntum hávaðakvörtunum

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill sjá minnis­varða um MeT­oo rísa í Reykja­vík

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldið tekið niður

Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið í dag: Hvað heldur stjórnar­flokkunum saman?

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­kennd er sam­fé­lags­leg verð­mæti

Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta.

Skoðun
Fréttamynd

Gambítur Svan­dísar

Svandís Svavarsdóttir stillir Kristrúnu í Samfylkingunni og Sjálfstæðismönnunum upp við vegg – og býðst til að leiða og sameina vinstri menn með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – sem allt færir siðferði stjórnmálanna aftur um áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir kostnað við um­sóknir fimm­tán milljarða á ári

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta.

Innlent