Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Innlent 8. janúar 2024 12:45
Gjaldskrárhækkanir hafi numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vel hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi hjá borginni nú um áramót. Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum svo fjölskyldur súpi ekki seyðið af hækkunum. Innlent 8. janúar 2024 12:32
Þegar jöfnunartæki snýst upp í andhverfu sína – um frístundastyrk sveitarfélaga Það var gæfuspor sem var stigið þegar frístundastyrkur sveitarfélaga var tekinn upp á sínum tíma með það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu tómstundastarfi og tel ég að vel hafi tekist til að mörgu leyti. Skoðun 8. janúar 2024 12:00
Hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Svandísi Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum. Innlent 8. janúar 2024 10:51
Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. Innlent 8. janúar 2024 10:26
Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. Innlent 7. janúar 2024 20:01
Fyrrverandi ráðherra orðinn kokkur Eygló Harðardóttir, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokks og félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lokið sveinsprófi í matreiðslu. Næst ætlar hún að byggja blokk og ljúka við torfbæinn sinn. Lífið 7. janúar 2024 19:47
Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Innlent 7. janúar 2024 14:55
Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. Innlent 7. janúar 2024 13:38
Samvinnuverkefni um lægri verðbólgu og vexti Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Skoðun 7. janúar 2024 06:31
Álit og áskoranir vegna hvalveiða Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Skoðun 7. janúar 2024 06:00
Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. Innlent 6. janúar 2024 21:01
„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Innlent 6. janúar 2024 21:01
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. Innlent 6. janúar 2024 19:08
Formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum og fylgið sögulega lágt Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei verið jafn illa undirbúinn undir kosningar og núna segir Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður flokksins. Flokkurinn hafi aldrei mælst með minna fylgi í könnunum og formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum. Innlent 6. janúar 2024 17:58
Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. Innlent 6. janúar 2024 17:13
Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. Innlent 6. janúar 2024 12:24
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Innlent 6. janúar 2024 11:55
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. Innlent 6. janúar 2024 09:00
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. Innlent 6. janúar 2024 07:20
Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. Innlent 5. janúar 2024 22:07
Sjálfstæðisflokkurinn líti málið alvarlegum augum og Píratar telja afsögn eðlilega Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lítur alvarlegum augum álit umboðsmanns Alþingis um að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki og þingmaður Pírata segir eðlilegast að hún segi af sér. Innlent 5. janúar 2024 21:34
Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Innlent 5. janúar 2024 20:01
Framlengja aftur við Söru Lind Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til 1. mars. Þetta er í annað skiptið á innan við hálfu ári sem tímabundinn setningartími hennar er framlengdur. Innlent 5. janúar 2024 18:32
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. Innlent 5. janúar 2024 16:37
Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ Innlent 5. janúar 2024 15:10
„Talsverðar óskir“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, segir fund með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í morgun hafa verið góðan. Innlent 5. janúar 2024 15:01
„Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. Innlent 5. janúar 2024 14:23
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. Innlent 5. janúar 2024 14:08
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Innlent 5. janúar 2024 13:59