Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Óásættanleg“ framganga leigufélaga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Ætti að lækka fjármögnunarkostnað banka sem getur skipt „töluverðu máli“

Frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem mun greiða fyrir útgáfu og viðskiptum íslenskra banka með slík bréf þvert á landamæri innan Evrópu, ætti að leiða til þess að fjármögnunarkostnaður fjármálastofnana lækki á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa versnað til muna, að sögn fjármálaráðherra, sem vill tryggja framgang málsins á sem skemmstum tíma. Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót ef bankarnir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum.

Innherji
Fréttamynd

Sækjum fram á ó­vissu­tímum

Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta eru plástrar á svöðusár“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi

Innlent
Fréttamynd

Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­vík ný­frjáls­hyggjunnar

Í síðustu viku komu borgarfulltrúar saman í borgarstjórn til þess að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, 2023. Þarna höfðu kjörnir fulltrúar tækifæri til þess að sýna og segja borgarbúum hvernig þau hygðust vilja reka borgina. Hlutverk Reykjavíkur er að sjá til þess að það sé hér til grunnur fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

(Sér)íslensk jólaljós á krepputímum

Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið.

Skoðun
Fréttamynd

„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“

„Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar

Þær fréttir bárust í dag að innviðaráðuneytið hefði náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur

Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka

Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er kjara­pakkinn, Katrín?

Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Eru fjár­mál borgarinnar brandari?

„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“.

Skoðun
Fréttamynd

Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak

Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár

Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Af betri borg fyrir börn

„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís.

Skoðun
Fréttamynd

Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja

Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

Auk­in á­hætt­a fel­ist í að að­eins einn rekstr­ar­að­il­i ann­ist mill­i­land­a­fjar­skipt­i

Það að aðeins einn rekstraraðili – Farice – annast millilandafjarskipti um sæstreng eykur áhættu og dregur úr öryggi, að mati Viðskiptaráðs. Frá árinu 2016 hefur Vodafone óskað eftir því að fá að leggja sæstreng og auka þannig við fjarskiptaöryggi þjóðarinnar. Þeim erindum hefur ekki verið sinnt. Viðskiptaráð vonast til að liðkað verði fyrir umleitunum þeirra sem hafa áhuga á að fjölga sæstrengjum og styrkja þannig þjóðaröryggi.

Innherji
Fréttamynd

Fram­sækni eða fælni

20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar!

Skoðun
Fréttamynd

Margar hendur vinna létt verk

Í aðdraganda kosninga í vor lagði Framsókn í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar og skýra framtíðarsýn við uppbyggingu bæjarins. Áttu þær áherslur samlegð með íbúum í Hveragerði og samstarfsflokki í meirihluta. Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis hafa nú unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ber áætlunin glöggt vitni um áherslumálin.

Skoðun