Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Á­lyktun kvenna í borgar­stjórn í til­efni af kvenna­verk­falli

Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn

Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. 

Innlent
Fréttamynd

Vinstri­menn banna vinstri beygju í Vestur­bænum

Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Þú ert með völdin!“

Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á fjölda­morð í beinni út­sendingu“

Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. 

Innlent
Fréttamynd

Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum

Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara.

Innlent
Fréttamynd

Þing­­menn flytja og hús­­gögnin sett á sölu

Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún segir hækkun launa í krónu­tölu ekki málið

Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Að gefa sér niður­stöðuna fyrir­fram

Árið 1993 kom félagsmálaráðuneytið því til leiðar að kosið var um sameiningar sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Ráðuneytið, sem sinnti meðal annars sveitarstjórnarmálum, hafði lengi hvatt til hreppa og kaupstaði landsins til að mynda stærri og sjálfbærari einingar, en undirtektir verið harla litlar. 

Skoðun
Fréttamynd

Leita hug­mynda að nafni nýs hús­næðis Al­þingis

Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa

Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir.

Innlent
Fréttamynd

Þol­mörkum í ferða­þjónustu víða náð

Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta.

Skoðun
Fréttamynd

Hannað hér – en sigrar heiminn

Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðin er núna!

Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Enn og aftur ræðum við fá­tækt

Í dag 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Það hefur gengið illa að uppræta fátækt á Íslandi þó fátækt sé alvarlegt samfélagslegt mein sem bitnar því miður hvað mest á börnum. Árið 2021 (Hagstofan) átti rúmlega 51% einstæðra foreldra erfitt með að láta enda ná saman og víst er að staðan er mun verri núna og versnar hratt í því umhverfi sem vaxtahækkanir valda, minnkandi kaupmáttur, hækkun útgjalda og húsnæðiskostnaðar svo dæmi séu nefnd.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar að mann­skæðir brunar eigi sér stað reglu­lega

Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn.

Innlent
Fréttamynd

Líf ís­lensk land­búnaðar hangir á blá­þræði

Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf.

Skoðun
Fréttamynd

Allt mat­væla­eftir­lit fari til ríkisins

Ein­róma niður­staða starfs­hóps um fyrir­komu­lag eftir­lits með hollustu­háttum, mengunar­vörnum og mat­væla­eftir­liti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftir­lit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftir­lits­stofnanir, svo­kallaðar heil­brigðis­nefndir, á vegum sveitar­fé­laga verði lagðar niður.

Innlent
Fréttamynd

Teflon að eilífu

Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er svo mikil þvæla“

Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur.

Innlent