Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Á­kvörðun Svan­dísar standist ekki lög

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum.

Innlent
Fréttamynd

For­menn stjórnar­flokkanna í Pall­borðinu í fyrra­málið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræða ýmis ágreinings- og átakamál á boðri ríkisstjórnarinnar í Pallborðinu hjá Heimi Már Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í fyrramálið klukkan hálf níu.

Innlent
Fréttamynd

Bankinn hafi brugðist trausti

Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir stundi ó­merki­lega pólitík

Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Hannes segir sig úr bæjar­stjórn Kópa­vogs

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali, ætl­ar að segja af sér sem bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogs­bæ á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind.

Innlent
Fréttamynd

„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“

Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­að­gerðir sveitar­fé­laga fá slæma út­reið

Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa.

Innlent
Fréttamynd

„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 

Innlent
Fréttamynd

Sumarið kemur og fer en það er alltaf von

Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“

Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn gerir starfs­menn að blóra­bögglum

Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Hvalir fylla enga sali“

„Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“

Innlent