Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Leggur til 1400 prósenta hærri niður­greiðslu vegna tækni­frjóvgunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki um­ræða né eftir­spurn eftir sam­einingu á Sel­tjarnar­nesi

Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Ís­lands­banka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna

Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni

Innlent
Fréttamynd

Þing­flokkurinn fagni af­sögn eigin formanns sem hans besta verki

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kristján viss um að hann veiði á­fram hval á næsta ári

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Innlent
Fréttamynd

Tekur bjart­sýn en raun­sæ við nýjum verk­efnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst stóla­skipti“ án þess að axla á­byrgð

Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stöðug­leika er ríkis­stjórnin að tala um?

„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um?

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Lykla­skipti á mánu­dag

Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi for­sætis­ráð­herra, fráfarandi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Þór­dís muni skiptast á stólum

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra verður utan­ríkis­ráð­herra og mun Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, nú­verandi utan­ríkis­ráð­herra, taka við fjár­mála­ráðu­neytinu.

Innlent
Fréttamynd

Boða til blaða­manna­fundar

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar.

Innlent
Fréttamynd

Evrópu­ríki banna sam­komur til stuðnings Palestínu­mönnum

Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­mennirnir mættir til Þing­valla

Stjórnar­þing­menn og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eru mættir til Þing­valla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnu­fund. For­sætis­ráð­herra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráð­herra­skipti verði ekki rædd þar.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár klemmur ríkis­stjórnarinnar

Óhætt er að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar. Klemmurnar eru í rauninni þrjár og erfitt er að sjá hvernig stjórnarþingmenn munu vinda ofan af þeim.

Skoðun