Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sveltistefna

Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%.

Skoðun
Fréttamynd

Til eru vítin að varast

Talið er að um 1500 leigubifreiðastjórar frá að minnsta kosti tuttugu Evrópuríkjum hafi tekið þátt í fjöldafundum í Brussel hinn 8. september sl. þar sem mótmælt var afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og þjónkun evrópskra valdhafa við ameríska stórfyrirtækið Uber

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er afreksíþróttastefnan?

Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Vestur­lönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á sak­lausa borgara“

Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 

Erlent
Fréttamynd

Sagðir hafa rætt um að drepa sósíal­ista­leið­toga

Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Næstum tuttugu sinnum fleiri á of­fitu­lyfjum

Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi

Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi.

Innlent
Fréttamynd

Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“

Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins?

Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna á nýjan golf­völl í Múla­þingi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 

Golf
Fréttamynd

Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niður­stöðunni

„Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst

Á örfáum áratugum hefur samfélagið borið gæfu til þess að lyfta geðheilbrigðismálum ofar og ofar í forgangsröðuninni. Þar er enginn hópur undanskilinn; allt frá börnum til eldri borgara og allt litrófið þar á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur

Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum.

Erlent