Tvær sóttu um forstjórastöðuna hjá Geislavörnum Tvær sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst síðastliðinn. Innlent 25. ágúst 2023 14:19
Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Innlent 25. ágúst 2023 14:01
Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Skoðun 25. ágúst 2023 14:01
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Innlent 25. ágúst 2023 12:14
Settur forstjóri skipaður forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september næstkomandi. Ólafur hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar síðasta árið. Innlent 25. ágúst 2023 11:12
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir hagræðingu í rekstri Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til fréttamannafundar í ráðuneyti sínu klukkan 11:30 í dag. Innlent 25. ágúst 2023 10:30
Andrés Pírati flytur í næstu götu Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. Lífið 25. ágúst 2023 08:01
Hyggst gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema. Innlent 25. ágúst 2023 06:44
„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Innlent 24. ágúst 2023 22:29
„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Innlent 24. ágúst 2023 21:33
Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. Innlent 24. ágúst 2023 15:12
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Innlent 24. ágúst 2023 14:04
Segir aðgerðaleysi ríkisstjórnar bitna mest á almenningi Þingkona Samfylkingarinnar segir áríðandi að ríkisstjórnin bregðist við erfiðu efnahagsástandi í landinu. Eina ráðið geti ekki verið stýrivaxtahækkanir. Hún kallar eftir alvöru aðgerðum sem virki núna fyrir heimilin í landinu. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 13:00
María Rut snýr aftur til Þorgerðar María Rut Kristinsdóttir mun snúa aftur sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Síðasta ár hefur hún starfað sem kynningarstýra UN Women, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár. Innlent 24. ágúst 2023 12:55
Jöfnum leikinn Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Skoðun 24. ágúst 2023 11:01
„Nánast engar líkur“ á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með lægra fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu, í 13 ár. Innlent 23. ágúst 2023 22:08
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Innlent 23. ágúst 2023 15:30
Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Innlent 23. ágúst 2023 14:34
Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Innlent 23. ágúst 2023 13:31
Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. Viðskipti innlent 23. ágúst 2023 12:29
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Innlent 23. ágúst 2023 10:29
Við erum að bregðast bændum! Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Skoðun 23. ágúst 2023 08:00
Lög eða ólög? „Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Skoðun 23. ágúst 2023 07:31
„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. Innlent 22. ágúst 2023 16:12
Lofsöngur um lygina Í Heimildinni birtist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Lágkúra illskunnar“ eftir Láru Pálsdóttur, félagsráðgjafa. Greinin er dæmigerð fyrir málflutning margra þeirra sem ekki vilja una niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála (og í sumum tilvikum einnig dómstóla). Skoðun 22. ágúst 2023 15:00
Leggja til sameiningu Reykjavíkur og Malmö Heimdellingar leggja til að Reykjavík verði færð undir Malmö í sameinuðu sveitarfélagi Malmövíkur. Þannig megi bæta fjárhag borgarinnar. Lífið 22. ágúst 2023 14:42
Ný reglugerð um íbúakosningar „ákveðin tilraunastarfsemi“ Kosningabifreiðar og sextán ára kosningaaldur er á meðal þess sem opnað er á í nýrri reglugerð innviðaráðherra um íbúakosningar í sveitarfélögum. Skrifstofustjóri ráðuneytisins segir um ákveðna tilraunastarfsemi að ræða. Innlent 22. ágúst 2023 13:14
Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland. Innlent 22. ágúst 2023 08:10
Sextán ára kosningaaldur og færanlegir kjörstaðir í nýrri reglugerð Ef ný reglugerð innviðaráðherra nær fram að ganga munu íbúakosningar í sveitarfélögum fara fram á tveggja til fjögurra vikna tímabili, með möguleika á hreyfanlegum kjörstöðum, til að mynda kosningabifreiðum. Innlent 22. ágúst 2023 07:43
Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Innlent 21. ágúst 2023 18:32