Klisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Skoðun 19. desember 2022 09:30
Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. Innlent 19. desember 2022 09:21
Íslensk jól: fyrir alla eða bara suma? Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Skoðun 19. desember 2022 07:01
Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18. desember 2022 23:30
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. Skoðun 18. desember 2022 08:02
Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. Innlent 17. desember 2022 12:36
Órökstudd aðför að bláum Capri Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Skoðun 17. desember 2022 07:01
Barði í borð og sagði Katrínu hafa samþykkt eiturpillu í loftslagsmálum Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa samþykkt eiturpillu inn í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Innlent 16. desember 2022 21:37
Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Neytendur 16. desember 2022 20:33
Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. Innlent 16. desember 2022 19:13
Sýndu mér fjárlögin Í dag voru fjárlög fyrir árið 2023 samþykkt á Alþingi. Í kjölfar þeirrar afgreiðslu minnist ég þess sem formaður Samfylkingarinnar sagði fyrr í þessum mánuði: „Sýndu mér bara fjárlögin þín og ég skal segja þér hvað skiptir þig máli.“ Skoðun 16. desember 2022 18:01
Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. Innlent 16. desember 2022 16:37
Markmiðið að til verði einn héraðsdómstóll í stað átta sjálfstæðra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur hafið undirbúning að sameiningu átta héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Innlent 16. desember 2022 16:14
Ingibjörg tekur við af Hörpu sem safnstjóri Listasafns Íslands Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Ingibjörgu Jóhannsdóttur til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. Hún tekur við starfinu af Hörpu Þórsdóttir sem skipuð var þjóðminjavörður í ágúst síðastliðnum. Innlent 16. desember 2022 15:59
„Þetta er bara mjög óheppilegt“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. Innlent 16. desember 2022 15:01
Segir framkomu fjárlaganefndar í N4-málinu ekkert annað en skandal Þingflokksformaður Viðreisnar segir vinnubrögð meirihluta fjárlaganefndar vegna 100 milljóna fjárstuðnings við N4 vera skandal. Stefnt er að því að ljúka þingstörfum fyrir jól í dag en það gæti þó dregist fram á morgundaginn. Innlent 16. desember 2022 14:57
Lýsa yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti háskólastigsins Í ljósi lokaumræðu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023 lýsa Landssamtök íslenskra stúdenta yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti háskólastigsins. Innlent 16. desember 2022 14:26
Nærri 25 þúsund fá eingreiðslu í tæka tíð fyrir jólin Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er greidd út í dag. 24.900 manns hljóta eingreiðsluna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Innlent 16. desember 2022 14:23
Kannast ekki við meint hundrað milljóna loforð aðstoðarmanns Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum. Innlent 16. desember 2022 14:01
Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. Innlent 16. desember 2022 13:14
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. Innlent 16. desember 2022 11:43
Skipað í stjórnir OR, Félagsbústaða og Faxaflóahafna Borgarráð samþykkti í gær tillögur tilnefningarnefndar um stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja borgarinnar. Tillögurnar taka mið af nýrri eigandastefnu þar sem áhersla er lögð á góða stjórnarhætti og þverpólitíska samstöðu. Innlent 16. desember 2022 09:52
Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Innlent 16. desember 2022 08:08
Það er tímabært að Ísland taki kjarnorkuógnir alvarlega Ísland hefur löngum stutt hugsjónina um heim án kjarnorkuvopna. En þessi óvirki stuðningur er ekki lengur nóg: nú er þörf á að grípa til aðgerða. Hættan á notkun kjarnorkuvopna hefur aukist verulega síðastliðin ár. Skoðun 16. desember 2022 08:01
Aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi staðfest að ÍBV fengi 100 milljónir króna Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) hefur óskað eftir að fjárlaganefnd tryggi að ríkið greiði félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk sem hann segir að félaginu hafi verið lofað vegna „gríðarlegs tekjubrests“ af hátíðarhaldi árin 2020 og 2021 vegna faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 16. desember 2022 07:56
Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. Innlent 15. desember 2022 23:59
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. Innlent 15. desember 2022 19:06
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. Innlent 15. desember 2022 18:35
Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“ Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram. Viðskipti innlent 15. desember 2022 16:35
„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“ Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. Innlent 15. desember 2022 14:42