Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Samgöngusáttmáli á gatnamótum

Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja göngu­brú við hlið nú­verandi Ölfus­ár­brúar

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá.

Innlent
Fréttamynd

Borgin í þungum róðri á skulda­bréfa­markaði

Hækkun ávöxtunarkröfunnar á skuldabréfum Reykjavíkurborgar skilar sér í „verulega þungri vaxtabyrði“ á nýjum lánum. Krafan á óverðtryggða skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, sem stendur í ríflega 8,8 prósentum, hefur hækkað um 1,5 prósentustig frá áramótum og nærri tvöfaldast frá byrjun árs 2022.

Innherji
Fréttamynd

Klúður!

Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði.

Skoðun
Fréttamynd

Dýralæknar á Íslandi

Dýralæknar gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi við umönnun dýra. Margar áskoranir hafa verið til staðar þar sem erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknaþjónustu en síðustu ár hefur hörgull á dýralæknum hér á landi verið mikið í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­­steinn Páls­son botnar ekkert í Lindar­hvols­­leyndinni

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Heita kartaflan

Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi strand­svæðis­skipu­lags

Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði.

Skoðun
Fréttamynd

Eru heim­greiðslur kvenna­gildra?

Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þingi ræðir á­lyktun um hungur­sneyðina í Úkraínu sem hóp­morð

Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Leyndar­hyggjan um Lindar­hvol enn á dag­skrá þingsins

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

Innlent
Fréttamynd

Dýrmætum tíma sóað í dellukenningar

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun var einkar forvitnilegur. Áhorfendur fengu ýtarleg svör frá seðlabankastjóra um ákvarðanir peningastefnunefndar en upplýsingagildi fundarins fólst ekki síður í því hvernig sumar spurningar afhjúpuðu dellukenningarnar sem hafa hreiðrað um sig á Alþingi.

Klinkið
Fréttamynd

Skýrt að taka þurfi vinnu­lög­gjöfina til skoðunar

Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu.  

Innlent
Fréttamynd

Hvernig má bjóða þér að ferðast?

Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi.

Skoðun
Fréttamynd

Í varnarham á opnum fundi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kardóbær

Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka.

Skoðun
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri sakaður um að greiða ekki fast­eigna­gjöld

Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 

Innlent