Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2023 11:11 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði starfshópinn sem skilaði tillögunum um að kanna skyldi mögulega sameiningu skólanna. Vísir/Arnar Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira