Endurreisn félagslega húsnæðiskerfisins í þéttari Reykjavík Dreifing byggðar eykur umferð, veikir almenningsamgöngur og eykur tafatíma í umferðinni. Og síðast en ekki síst vinnur dreifing byggðar gegn árangri í loftslagsmálum en við stefnum einmitt á kolefnishlutlausa borg árið 2040. Skoðun 25. janúar 2023 07:30
Þörf á frekari skoðun á tryggingamarkaði? Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef áður fjallað um þessi og tengd neytendamál í grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Skoðun 25. janúar 2023 07:01
Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri. Innlent 24. janúar 2023 23:48
Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. Innlent 24. janúar 2023 21:23
„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. Innlent 24. janúar 2023 17:40
Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. Innlent 24. janúar 2023 15:25
Gríðarleg fjölgun meðal útskrifaðra kennara hér á landi Á fimmta hundrað kennarar hafa útskrifast úr háskólum hér á landi undanfarin tvö ár. Það eru tæplega jafnmargir og árin fimm á undan. Menntamálaráðuneytið segir átaki stjórnvalda um fjölgun kennara að þakka. Innlent 24. janúar 2023 15:20
Sanna nýtur mestra vinsælda borgarfulltrúa Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent. Innlent 24. janúar 2023 14:50
Bein útsending: Opinn fundur um heimild lögreglu til að bera rafbyssur Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kemur saman til opins fundar til að ræða heimild lögreglunnar til að bera rafbyssur. Innlent 24. janúar 2023 08:21
Ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar Sonja Lind E. Eyglóardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar. Hún hefur starfað sem starfsmaður þingflokksins frá árinu 2020. Innlent 24. janúar 2023 07:17
Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Innlent 23. janúar 2023 19:09
Bjarni vill gjalda varhug við hatursorðræðunámskeiði Katrínar Ekki var að heyra á Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann muni styðja tillögu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill leggja fyrir þingið, að opinberir starfsmenn og kjörnir fulltrúar verði skikkaðir til að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu. Innlent 23. janúar 2023 16:23
Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. Innlent 23. janúar 2023 12:01
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Innlent 23. janúar 2023 06:54
Fólk á flótta svelt til hlýðni Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu. Skoðun 20. janúar 2023 15:30
Segir málflutning Jóns í útlendingamálum siðlausan Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að allir hælisleitendurnir 19 sem vísað var úr landi í nóvember séu komnir aftur. Innlent 20. janúar 2023 14:08
Hæstiréttur hafnar beiðni Borgarbyggðar um að taka fyrir Gunnlaugsmál Hæstiréttur hefur hafnað beiðni sveitarstjórnar Borgarbyggðar um áfrýjun eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. Innlent 20. janúar 2023 12:46
„Það vantar stöðugleika í þetta ráðuneyti“ „Það liggur fyrir að formaður flokksins hefur boðað breytingar á ríkisstjórninni. Hvenær það verður nákvæmlega og hvernig get ég ekki sagt um. Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það að pakka saman, hvorki frá flokksformanninum né þingflokknum.“ Innlent 20. janúar 2023 06:34
Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga. Erlent 19. janúar 2023 19:45
Dómsmálaráðuneytið leggur til að heimila heimabruggun Dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að lögum um heimild til heimabruggunar á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu með eimingu. Innlent 19. janúar 2023 12:56
Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. Innlent 19. janúar 2023 12:16
Dagur vonar að Egill og aðrir geti dregið fram skautana fyrr en seinna Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á dögunum gamla mynd af ísilagðri tjörninni í Reykjavík. Og óhætt er að segja að skautaáhugi í bland við fortíðarþrá hafi brotist út á netinu í kjölfarið, einkum meðal miðborgarbúa og Vesturbæinga. Innlent 19. janúar 2023 11:15
Jóhann Páll og Anna Bergljót eignuðust stúlku Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Anna Bergljót Gunnarsdóttir, nýdoktor í efnafræði við Háskóla Íslands, hafa eignast dóttur. Lífið 19. janúar 2023 09:58
„Innræting er ekki orð sem við notum“ Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“ Innlent 19. janúar 2023 09:01
Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Skoðun 19. janúar 2023 07:01
Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. Innlent 18. janúar 2023 23:47
Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. Innlent 18. janúar 2023 23:24
Samfylkingin stærsti flokkur landsins Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er með tæplega 24 prósenta fylgi. Innlent 18. janúar 2023 18:34
„Ég vil verða forsætisráðherra og helst ekki fara með Sjálfstæðisflokknum“ „Ég á mánuð eftir,“ segir ófrísk Kristrún Frostadóttir sem gerir ráð fyrir að þurfa að vinna eitthvað í fæðingarorlofinu, enda gangi í raun ekki að vera formaður stjórnmálaflokks og vera frá í lengri tíma. Lífið 18. janúar 2023 15:12
SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 15:10