Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 10. desember 2022 16:15
Af betri borg fyrir börn „Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið. Skoðun 10. desember 2022 14:00
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. Innlent 10. desember 2022 13:04
Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Skoðun 10. desember 2022 10:30
Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. Innlent 9. desember 2022 19:30
Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum. Innlent 9. desember 2022 17:05
Aukin áhætta felist í að aðeins einn rekstraraðili annist millilandafjarskipti Það að aðeins einn rekstraraðili – Farice – annast millilandafjarskipti um sæstreng eykur áhættu og dregur úr öryggi, að mati Viðskiptaráðs. Frá árinu 2016 hefur Vodafone óskað eftir því að fá að leggja sæstreng og auka þannig við fjarskiptaöryggi þjóðarinnar. Þeim erindum hefur ekki verið sinnt. Viðskiptaráð vonast til að liðkað verði fyrir umleitunum þeirra sem hafa áhuga á að fjölga sæstrengjum og styrkja þannig þjóðaröryggi. Innherji 9. desember 2022 15:01
Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Innlent 9. desember 2022 14:53
Framsækni eða fælni 20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Skoðun 9. desember 2022 14:30
Margar hendur vinna létt verk Í aðdraganda kosninga í vor lagði Framsókn í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar og skýra framtíðarsýn við uppbyggingu bæjarins. Áttu þær áherslur samlegð með íbúum í Hveragerði og samstarfsflokki í meirihluta. Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis hafa nú unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ber áætlunin glöggt vitni um áherslumálin. Skoðun 9. desember 2022 14:01
Fullt tilefni til fyrirspurnar um vanvirðandi framkomu ráðherra Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna. Innlent 9. desember 2022 12:05
Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra. Innlent 9. desember 2022 08:16
Hörð átök sem flestir eru búnir að gleyma Það er ekki lengra síðan en í maí, að gengið var til sveitarstjórnarkosninga vítt og breitt um landið. Í grófum dráttum virðist hafa verið bara best að kjósa Framsókn en undirliggjandi eru aðrar breytingar sem farið er yfir í annál fréttastofunnar um kosningarnar. Innlent 9. desember 2022 07:00
Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. Innlent 8. desember 2022 23:18
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Innlent 8. desember 2022 21:23
Sérreglur í þágu sérhagsmuna Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Skoðun 8. desember 2022 20:01
Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. Innlent 8. desember 2022 17:13
Réttu megin við strikið Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Skoðun 8. desember 2022 16:00
Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess. Innlent 8. desember 2022 15:44
Lengi skal manninn reyna Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Skoðun 8. desember 2022 15:02
Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Innlent 8. desember 2022 14:01
Drögum úr halla ríkissjóðs og styðjum heilbrigðiskerfi og barnafjölskyldur Fjárlög 2023 hafa meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn telur mikilvægt að þau endurspegli þau verkefni sem mikilvægast er að bregðast við strax. Það hefur mikla þýðingu fyrir fólk í landinu að takast á við verðbólgu og hallarekstur ríkissjóðs. Skoðun 8. desember 2022 14:01
Borgarstjórnin fórnar sumarbústað sínum í hítina Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu. Innlent 8. desember 2022 13:48
Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Innlent 8. desember 2022 13:30
Sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna – Stórhættulegt áfengislagafrumvarp Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var fyrir nóvemberlok samkvæmt þingmálaskrá. Nái það fram að ganga er líklegast að aukningin verði allnokkur, jafnvel veruleg eins og sumir óttast. Skoðun 8. desember 2022 13:30
Það á að vera gott að eldast á Íslandi Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Skoðun 8. desember 2022 13:01
Ákall um 300 milljóna lífsbjörg Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Skoðun 8. desember 2022 12:00
Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Innlent 8. desember 2022 11:53
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. Innlent 8. desember 2022 11:50
Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. Innlent 7. desember 2022 21:08