Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 21. nóvember 2022 14:30
Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. Skoðun 21. nóvember 2022 11:01
Inga sakar andstæðinga sína á þingi um popúlisma og bellibrögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sakar þingmenn annarra flokka um popúlisma, fláræði og sýndarmennsku. Þeir segi eitt í kosningabaráttu sem reynast svo orðin tóm. Innlent 21. nóvember 2022 10:33
Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað Umræðan 21. nóvember 2022 10:10
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. Innlent 21. nóvember 2022 08:58
Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. Erlent 20. nóvember 2022 22:18
Hvorki list né vísindi að selja banka Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi. Innlent 20. nóvember 2022 12:21
Sprengisandur: Forsætisráðherra, neðanjarðarlest, loftslagsmál og HM í Katar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á eftir. Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20. nóvember 2022 09:30
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. Skoðun 19. nóvember 2022 14:31
Vanda sig, takk! Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær. Skoðun 19. nóvember 2022 13:00
Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta Skoðun 19. nóvember 2022 09:02
Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. Innlent 19. nóvember 2022 07:01
Ekki á dagskrá ríkisstjórnar að einkavæða Keflavíkurflugvöll Rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og tengdrar starfsemi verður ekki boðin út til einkaaðila í tíð núverandi ríkisstjórnar að sögn forsætisráðherra. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar lagt til að reksturinn verði boðinn út til einkaaðila. Innlent 18. nóvember 2022 19:41
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. Innlent 18. nóvember 2022 14:22
Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Innlent 18. nóvember 2022 13:28
Áform ráðherra leiði til þess að frumkvöðlar stofni fyrirtæki erlendis Margir af máttarstólpum nýsköpunargeirans telja að ef lagafrumvarp um innleiðingu á rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis verði að lögum í óbreyttri mynd muni íslenskir frumkvöðlar í auknum mæli kjósa að stofna fyrirtæki erlendis um starfsemina til að komast hjá íþyngjandi áhrifum þess. Frumkvöðlar og fjárfestar í nýsköpun telja að frumvarpið muni hafa „verulega íþyngjandi áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki“ og dragi úr möguleikum þess að verða sér úti um alþjóðlegt fjármagn en lítið sé um sérhæfða fjárfesta sökum smæðar landsins. Innherji 18. nóvember 2022 11:42
Oddviti hættir sem bæjarfulltrúi Gunnar Líndal, oddviti L-listans á Akureyri, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi. L-listinn hlaut þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn í kosningunum í vor. Innlent 18. nóvember 2022 11:36
Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. Innlent 18. nóvember 2022 10:14
Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. Innlent 18. nóvember 2022 09:59
Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. Innlent 18. nóvember 2022 07:43
Spurt hvort fjarlægja ætti stíflu Elliðavatns eftir lokun virkjunar Spurningar hafa vaknað um hvort fjarlægja eigi stíflu Elliðavatns og koma vatninu í upprunalegt horf, eftir að rekstri Elliðaárstöðvar var hætt. Líffræðingur sem vaktar Elliðavatn segir að slíkt þyrfti að hugsa vandlega og að söknuður yrði af vatninu. Innlent 17. nóvember 2022 21:11
Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn. Innlent 17. nóvember 2022 20:12
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. Innlent 17. nóvember 2022 18:30
Bændur vilja þrengri skilyrði vegna erlendrar fjárfestingar í jörðum Bændasamtök Íslands vilja að erlendri fjárfestingu í jörðum á íslenskri grundu verði þrengri skorður settar en fram koma í nýju frumvarpi til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. Innherji 17. nóvember 2022 16:58
Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. Innlent 17. nóvember 2022 14:54
Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Innlent 17. nóvember 2022 12:02
Tekist á um bælingarfrumvarp Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis. Innlent 17. nóvember 2022 11:55
Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. Innlent 17. nóvember 2022 11:52
Vonar að rangt sé haft eftir Katrínu og Lilju því viðbrögð þeirra eru óskiljanleg Svo virðist vera sem skilningur á merkingu hugtaksins „pólitísk ábyrgð“ sé út og suður. Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, segir það alvarlegt mál þegar ráðamenn vísi til hugtaksins án þess að nokkur skilningur á merkingu þess sé fyrir hendi. Innlent 17. nóvember 2022 11:34
Barnalán vinstristjórnar Fjarðabyggðar Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Skoðun 17. nóvember 2022 11:30