Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Brynja telur Sigurð Inga ekki vera ras­ista: „Við erum mann­leg og við skítum stundum upp á bak“

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­menn formanna eru með 1.350 þúsund krónur í laun á mánuði

Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er það svo að ef varaþingmenn sem jafnframt eru aðstoðarmenn eða starfsfólk þingflokka taka sæti á þingi þá eru þau í launalausu leyfi frá aðstoðarmennsku sinni þann tíma sem þingseta tekur til. Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur á mánuði í laun.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja.

Innlent
Fréttamynd

Engar efndir, en nóg af lof­orðum

Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram.

Skoðun
Fréttamynd

Álf­hildur leiðir lista VG og ó­háðra í Skaga­firði

Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari mun leiða lista Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í félagsheimilinu í Hegranesi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

„Greini­lega per­sónu­legur pirringur“

Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar.

Innlent
Fréttamynd

Fall­ein­kunn fyrir­hugaðs fisk­eldis

Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina.

Skoðun
Fréttamynd

Ungir jafnaðar­menn krefjast af­sagnar Sigurðar Inga

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd.

Innlent
Fréttamynd

Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar

Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns.

Innlent
Fréttamynd

Klúðurslegt hjá Sigurði Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“

Innlent
Fréttamynd

Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni.

Innlent
Fréttamynd

Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum

Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur á erfiðum stundum

Í síðustu viku voru samþykkt í ríkisstjórn tvö frumvörp sem hófust í félagsmálaráðuneytinu í tíð Ásmundar Einars Daðasonar en frestuðust því miður vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur nú lagt þau fram og koma þau til umræðu á Alþingi á næstu dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar.

Innlent
Fréttamynd

Boðar miklar breytingar á listamannalaunum

Menningar­mála­ráð­herra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi lista­manna­launa. Hún setur sig al­farið á móti nýju frum­varpi Sjálf­stæðis­manna og finnst mál­flutningur þeirra sorg­legur.

Innlent
Fréttamynd

Elín Pálma­dóttir er látin

Elín Pálma­dótt­ir blaðamaður er lát­in, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Innlent
Fréttamynd

Ný hugsun, nýr heimur

Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar ó­heppi­legt“

„Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Störfin heim í Fjarðabyggð

Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?

Skoðun