Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Mikil­vægt að huga að ís­lensku í aug­lýsingum

Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum.

Neytendur
Fréttamynd

Til varnar tungunni

Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti lýðveldisins sagði gjarnan að íslensk tunga gerði okkur að þjóð. Ég gæti ekki verið meira sammála. En móðurmálið á undir högg að sækja. Íslenska er að sönnu örmál og við þurfum því að kosta kapps um að vernda hana og styrkja.

Skoðun
Fréttamynd

Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn

Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra leggi til harðari stefnu en ná­granna­­þjóðir

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild reglu­gerð ráð­herra um fjölda barna á leik­skólum sett á bið

Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Vilj­a tryggj­a fé­lag­a­frels­i með nýju lag­a­frum­varp­i

Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu.

Innherji
Fréttamynd

Stöndum vörð um hags­muni sjúk­linga

Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­­starfs­­maður í lög­reglu­bíl

Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­reglur heilsu­gæslunnar

Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lands­banka­skýrslan loks komin í um­sagnar­ferli

Ríkisendurskoðun hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar. Ríkisendurskoðun hefur veitt aðilum frest til miðvikudagsins 19. október til að skila umsögnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Til Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra

Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert.

Skoðun
Fréttamynd

„Við verðum að grípa í taumana“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi.

Innlent
Fréttamynd

Á að bíta barn sem bítur?

Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“

Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Tölum út frá staðreyndum

Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum.

Skoðun