Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2023 11:00 Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun