Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ódýr og örugg notkun greiðslu­korta

Hvers vegna er notkun greiðslukorta og greiðslumiðlunar hér á landi margfalt dýrari fyrir okkur Íslendinga en íbúa hinna norrænu ríkjanna? Svarið er að það er að mestu vegna þess að greiðslulausnir okkar eru allar háðar erlendum aðilum. Heimildargjöf og uppgjör innlendra debetkorta fer fram erlendis. Þó kostnaður vegna íslensku krónunnar og færri íbúa spili einnig eitthvert hlutverk vegur hitt þyngra.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin

Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Innherji
Fréttamynd

Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“

Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil vinna fram­undan áður en nýja hverfið rís

Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að ný starfs­aug­lýsing Ás­laugar Örnu sam­ræmist lögum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 

Innlent
Fréttamynd

Líst ekkert á vef­­söluna og vill skerpa á lögum

Þing­­maður Vinstri grænna segir flokkinn mót­­fallinn því að heimila vef­­sölu með á­­fengi. Réttara væri að herða lög­­gjöfina til að koma í veg fyrir að Ís­­lendingar geti stofnað fyrir­­­tæki er­­lendis og selt á­­fengi inn á ís­­lenskan markað.

Innlent
Fréttamynd

Bergmál úr fortíðinni

Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólga af mannavöldum

Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið.

Innlent
Fréttamynd

Með hland fyrir hjartanu

Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði.

Skoðun
Fréttamynd

Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja.

Innlent
Fréttamynd

Segir með ó­líkindum að dóms­mála­ráð­herra fari sí­endur­tekið með rang­færslur

Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann ítrekað fara með rangfærslur um málaflokka sem hann á að hafa á hreinu.

Innlent
Fréttamynd

Eining um stjórn Landspítala

Við stöndum frammi fyrir því að á næstu 20 árum mun Íslendingum yfir 65 ára aldri fjölga um 40 þúsund. Það er ekki valkostur að gera alltaf meira af því sama. Margt sem gekk í fortíð gengur ekki endilega upp í nútíð

Skoðun
Fréttamynd

Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“

Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu.

Viðskipti innlent