Inga segir Vinstri græn hafa svikið blóðmerarnar Inga Sæland fordæmir afstöðu vinstri grænna en tveir úr þeim flokki eru meðflutningsmenn hennar á frumvarpi þar sem lagt er til að bann verði lagt við blóðmerahaldi á Íslandi. Innlent 2. júní 2022 13:45
Afvegaleiðing Íslandsbankamálsins Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Skoðun 2. júní 2022 13:30
Málefnasamningur undirritaður í Reykjanesbæ Framsókn, Samfylkingin og Bein leið hafa myndað meirihluta í Reykjanesbæ. Í dag var málefnasamningur milli flokkanna undirritaður fyrir utan Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Innlent 2. júní 2022 13:04
Opið bréf til ráðherra frá leigjendum 3. apríl 2019 tilkynnti ríkisstjórn Ísland um aðgerðir ríkisvaldsins til stuðnings kjarasamningum, sem síðan hafa verið kallaðir Lífskjarasamningar. Í yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar var því lofað að koma á leigubremsu og að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn. Skoðun 2. júní 2022 13:00
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Innlent 2. júní 2022 12:03
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. Innlent 2. júní 2022 11:14
Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Innlent 2. júní 2022 10:23
Miðflokkurinn í sókn og vörn Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Skoðun 2. júní 2022 10:00
Vilja Finn Yngva áfram sem sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit Nýkjörin sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kom saman til fyrsta fundar í gær þar sem ákveðið var að endurnýja ráðningarsamning við Finn Yngva Kristinsson sveitarstjóra. Var oddvita sveitarstjórnar falið að ganga frá samningi þess efnis. Innlent 2. júní 2022 09:18
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. Innlent 2. júní 2022 08:53
Réttlát skipting gjaldtöku í fiskeldi Þingsályktunartillaga mín um endurskoðun á reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi liggur inni í háttvirtri atvinnuveganefnd þingsins. Þessi tillaga var einnig lögð fram í lok síðasta þings og rataði meginefni hennar inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem stendur að mótuð verði heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Skoðun 2. júní 2022 07:30
Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. Neytendur 2. júní 2022 07:00
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og K-lista myndaður í Dalvík Oddvitar D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra og K-lista Dalvíkurbyggðrar undirrituðu í kvöld málefnasamning fyrir næstu fjögur ár í meirihluta sveitarstjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listunum. Innlent 1. júní 2022 22:45
Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30. Innlent 1. júní 2022 22:31
Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla. Innlent 1. júní 2022 22:04
Uppbygging efst á dagskrá í Hafnarfirði Áhersla verður lögð á uppbyggingu í miðbænum og á hafnarsvæðinu á komandi kjörtímabili samkvæmt málefnasamning Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks sem skrifað var undir í Hellisgerði í dag. Innlent 1. júní 2022 20:01
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. Innlent 1. júní 2022 19:21
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Innlent 1. júní 2022 15:40
Diljá segir hatur og mannfyrirlitningu vella upp úr séra Davíð Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4. varaforseti Alþingis, vandar séra Davíð Þór Jónssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju ekki kveðjurnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. Innlent 1. júní 2022 13:45
„Háttvirtur þingmaður er fallinn frá,“ sagði forsetinn og hló Líneik Anna Sævarsdóttir stýrði löngum fundi Alþingis í gær en rétt fyrir fundarslit varð henni á þegar hún tilkynnti þingheimi að Helga Vala Helgadóttir væri fallin frá. Lífið 1. júní 2022 12:30
Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni. Innlent 1. júní 2022 12:19
Verðum að gera betur! Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Skoðun 1. júní 2022 12:01
Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. Innlent 1. júní 2022 10:35
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Innlent 31. maí 2022 20:40
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. Innlent 31. maí 2022 19:20
Meirihluti myndaður í Norðurþingi Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Innlent 31. maí 2022 18:40
„Draugagangur“ varð til þess að Guðni Th. birtist á sjónvarpsskjáum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru báðar merktar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar þær voru í ræðustól í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 31. maí 2022 18:13
130 milljarða halli á ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. Innlent 31. maí 2022 16:18
Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. Innlent 31. maí 2022 14:05
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. Innlent 31. maí 2022 08:01