Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. Innlent 20. maí 2022 10:55
Hrærður bæjarstjóri í Ölfusi lofar frambjóðendur í hástert Um það bil 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði um síðustu helgi. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með niðurstöðu kosninganna og hann birtir pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýkur miklu lofsorði á frambjóðendur almennt. Innlent 20. maí 2022 10:53
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. Innlent 20. maí 2022 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. Innlent 19. maí 2022 23:11
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. Viðskipti innlent 19. maí 2022 23:00
Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Innlent 19. maí 2022 19:37
Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. Innlent 19. maí 2022 17:30
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. Innlent 19. maí 2022 15:59
Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. Innlent 19. maí 2022 14:59
Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Skoðun 19. maí 2022 14:01
Endurtalið vegna tveggja atkvæða munar Kjörstjórn Húnaþings vestra hefur fallist á beiðni N-listans um endurtalningu atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningar um liðna helgi. Innlent 19. maí 2022 13:44
Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Skoðun 19. maí 2022 13:30
Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. Innlent 19. maí 2022 13:06
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. Innlent 19. maí 2022 13:04
Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Innlent 19. maí 2022 11:44
Endurtalning skilaði sömu niðurstöðu í Garðabæ Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna. Innlent 19. maí 2022 10:15
Orri vonast til að geta tilkynnt um framhaldið síðar í dag Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga. Innlent 19. maí 2022 08:43
Dólgur í mynd sem fæstir tóku eftir Vakin var athygli á því í Íslandi í dag í gær að ekki væri ánægjulegt fyrir alla að fylgjast með ölvuðum frambjóðendum eða flokksmönnum ólíkra stjórnmálaflokka á kosningavökum í kringum kosningar. Lífið 19. maí 2022 08:31
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. Innlent 18. maí 2022 22:54
Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. Innlent 18. maí 2022 19:58
Bjarni óskar eftir hraðri afgreiðslu Alþingis á verðbólguaðgerðum Fjármálaráðherra óskar eftir því að Alþingi afgreiði með hraði frumvarp um sérstakar aðgerðir til að koma til móts við viðkvæmustu hópa samfélagsins vegna aukinnar verðbólgu. Innlent 18. maí 2022 19:21
Oftast strikað yfir nafn Hildar Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur. Innlent 18. maí 2022 18:27
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Innlent 18. maí 2022 18:22
Lokaniðurstöður úr Kjósarhreppi Kjörsókn í Kjósarhreppi í sveitarstjórnarkosningunum var 86 prósent. Af þeim 222 sem voru á kjörskrá greiddu 191 atkvæði. Innlent 18. maí 2022 17:51
Lokaniðurstöður úr Árneshreppi Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Árneshreppi var 82,9 prósent. Úlfur Eyjólfsson frá Krossnesi er fyrsti aðalmaður í sveitarstjórn. Innlent 18. maí 2022 17:44
Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. Innlent 18. maí 2022 15:38
Mætti í Valsbol í pontu á Alþingi Þótt stuðningsmenn Tindastóls hafi verið meira áberandi á meðan úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla hefur staðið á Valur sína dyggu stuðningsmenn. Meðal þeirra er þingkonan Helga Vala Helgadóttir. Körfubolti 18. maí 2022 15:36
Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins ganga vel Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Hornafirði ganga vel að sögn oddvita Kex-framboðs. Innlent 18. maí 2022 14:48
Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Innlent 18. maí 2022 12:42
Ísleifur í Kálfholti hlaut flest atkvæði í Ásahreppi Ísleifur Jónasson í Kálfholti hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Ásahreppi á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 12:34