Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 13:11 Nú þegar tæp vika er í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur Guðlaugur Þór tilkynnt að hann ætli að taka slag við Bjarna Benediktsson. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína í ræðu í Valhöll rétt í þessu. Í ræðu sinni lagði Guðlaugur áherslu á það að án sinna stuðningsmanna væri hann ekki neitt og að án fólksins í flokknum væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki neitt. Mikill fjöldi stuðningsmanna var samankominn í Valhöll.Vísir/Berghildur Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. „Þegar maður fræ bréf frá Valhöll sem segir: „Þetta er allt í lagi, við erum ennþá stærsti flokkurinn.“ þá brá mér,“ sagði Guðlaugur Þór. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn.“ Ármann Kr. Ólafsson og Áshildur Bragadóttir létu sig ekki vanta á fund Guðlaugs.Vísir/Berghildur Ræðuna og viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan: Þá gaf Guðlaugur lítið fyrir fullyrðingar Bjarna um að ríkisstjórn Íslands myndi slitna ef hann missti formannsstólinn. „Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er í ríkisstjórn, síðast þegar ég vissi,“ sagði Guðlaugur. Alda María Vilhjálmsdóttir klappaði manna hæst á meðan Guðlaugur hélt ræðuna.Vísir/Berghildur Þeir Guðlaugur Þór og Bjarni leiða hvor sína fylkingu innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni gaf það út fyrr í dag að hann hans tími í stjórnmálum verði liðinn undir lok lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór á Landsfundi. Eftir ræðuna sagði Guðlaugur í viðtali við fréttastofu að þetta yrði ekki í fyrsta né síðasta sinn sem Sjálfstæðismenn kysu formann. Þetta væri eðlilegt ferli innan flokksins. Guðlaugur sagði einnig að langt væri síðan svo margir hefðu komið saman í Valhöll. „Þetta fólk er hingað komið til að fagna þessari ákvörðun minni. Ég veit ekki hvenær það voru svo margir í valhöll síðast en það er langt síðan.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Þorkell Sigurlaugsson hlýddi á ræðu Guðlaugs Þórs.Vísir/Berghildur Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Hann tók þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Geir tók við af Davíð Oddsyni árið 2005. Bjarni lagði þá Kristján Þór Júlíusson á landsfundi. Tvö hafa gert tilraun til þess að fella Bjarna, annars vegar Pétur Blöndal heitinn árið 2010 og hins vegar Hanna Birna Kristjánsdóttir árið 2011. Bjarni fór með sigur af hólmi gegn þeim báðum. Árið 2009 hlaut hann 62 prósent atkvæða gegn Pétri og aðeins 55 prósent atkvæða gegn Hönnu Birnu. Athygli vakti á landsfundi árið 2013 þegar Hanna Birna hlaut tæplega nítján prósent atkvæða þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér í embætti formanns. Á síðast landsfundi árið 2018 var Bjarni einn í framboði og var kjörinn af yfirgnæfandi meirihluta landsfundarmanna eða 96 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína í ræðu í Valhöll rétt í þessu. Í ræðu sinni lagði Guðlaugur áherslu á það að án sinna stuðningsmanna væri hann ekki neitt og að án fólksins í flokknum væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki neitt. Mikill fjöldi stuðningsmanna var samankominn í Valhöll.Vísir/Berghildur Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. „Þegar maður fræ bréf frá Valhöll sem segir: „Þetta er allt í lagi, við erum ennþá stærsti flokkurinn.“ þá brá mér,“ sagði Guðlaugur Þór. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn.“ Ármann Kr. Ólafsson og Áshildur Bragadóttir létu sig ekki vanta á fund Guðlaugs.Vísir/Berghildur Ræðuna og viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan: Þá gaf Guðlaugur lítið fyrir fullyrðingar Bjarna um að ríkisstjórn Íslands myndi slitna ef hann missti formannsstólinn. „Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er í ríkisstjórn, síðast þegar ég vissi,“ sagði Guðlaugur. Alda María Vilhjálmsdóttir klappaði manna hæst á meðan Guðlaugur hélt ræðuna.Vísir/Berghildur Þeir Guðlaugur Þór og Bjarni leiða hvor sína fylkingu innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni gaf það út fyrr í dag að hann hans tími í stjórnmálum verði liðinn undir lok lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór á Landsfundi. Eftir ræðuna sagði Guðlaugur í viðtali við fréttastofu að þetta yrði ekki í fyrsta né síðasta sinn sem Sjálfstæðismenn kysu formann. Þetta væri eðlilegt ferli innan flokksins. Guðlaugur sagði einnig að langt væri síðan svo margir hefðu komið saman í Valhöll. „Þetta fólk er hingað komið til að fagna þessari ákvörðun minni. Ég veit ekki hvenær það voru svo margir í valhöll síðast en það er langt síðan.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Þorkell Sigurlaugsson hlýddi á ræðu Guðlaugs Þórs.Vísir/Berghildur Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Hann tók þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Geir tók við af Davíð Oddsyni árið 2005. Bjarni lagði þá Kristján Þór Júlíusson á landsfundi. Tvö hafa gert tilraun til þess að fella Bjarna, annars vegar Pétur Blöndal heitinn árið 2010 og hins vegar Hanna Birna Kristjánsdóttir árið 2011. Bjarni fór með sigur af hólmi gegn þeim báðum. Árið 2009 hlaut hann 62 prósent atkvæða gegn Pétri og aðeins 55 prósent atkvæða gegn Hönnu Birnu. Athygli vakti á landsfundi árið 2013 þegar Hanna Birna hlaut tæplega nítján prósent atkvæða þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér í embætti formanns. Á síðast landsfundi árið 2018 var Bjarni einn í framboði og var kjörinn af yfirgnæfandi meirihluta landsfundarmanna eða 96 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira